Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 97
eimreiðin
ÚR DAGBÓK PÉTURS MOEN
249
12. febrúar: „Stöðugt sorgmæddur. — Ég verð að liarka af
mér. — Sjálfsprófun veldur mér sárum kvölum. — Allt er ófull-
komið: vilji, vit og sifigœði. Hvatir mínar eru ekki lireinar. —
Ég þrái Bellu. — Mamma, biddu fyrir inér hjá guði. — Mamma
var bezt“.
13 febrúar: „Einveran er kveljandi. — Mánuðir — ár — ó,
guð minn góður! — 1 dag er sunnudagur — afmælisdagur
mömmu og greftrunardagur hennar líka. — Blessun fvlgdi henni
ætíð. — Ég vil lifa í minningum um mömmu í dag. — Ó, ef ég
kefði jafn liugrakkt bjarta og lmn, ])á myndi angistin ekki ná
slíkum tökum á mér. — Mamma liugsaði alltaf mest um aðra.
I ]>ví ]á liennar styrkur — og í 'hennar sterku trú á guð. —
Mamma! Gefðu mér hugrekki þitt og trúna á guð. — Ég þarfn-
ast styrks. — Ég vil reyna þínar leiðir, mamma.
Nú lægja öldur hugans. Æ, live lengi varir kyrrðin?“
Um kvöldifi: „Ef þeir misþyrma mér hjá Gestapo, þá ...
Ég ætla í kvöld að biðja til guðs, að ég sleppi við misþyrmingar.
Ég get beðið.
Éella, kæra Bella! Góða nótt. — Fyrirgefðu mér rnína bresti
°g veikleika minn. Ef til vill rætist úr öllu. Æ, ef það gæti
skeð. — Guð minn góð, hve ég iðrast þess að iiafa komið upp
um þá Viktor og Eirík. — Ég get aldrei fyrirgefið mér það! —
Samt myndi ég gera slíkt aftur, ef ég væri kvalinn eins hræði-
lega. — þetta er víti. ■— Vörðurinn liæðist að mér fyrir þetta
stöðuga rölt um klefann. — Gangið beinn. Standið rétt — glymur
stöðugt. Angistin, kvíðinn, liræðslan víkur ekki úr huga mér.
Herra Jesús, hjálpaðu mér! Ég krýp og biðst fyrir. Ganga mín
td guðs verður erfið. Þjáningarnar einar geta kennt mér. — Eða
frelsun frá þjáningum. — Ég skynja dulmögn þjáninganna. —
Það er kvöldsett. — Ég lief grátið niikið í dag. — Góða nótt,
Bella!“
14 febrúar: „Ég er fjörutíu og þriggja ára í dag. — Ég hef
misnotað líf mitt og verðskulda þá hegningu, sem nú hittir mig
1 höndum fjandmanna minna. — 1 dag lief ég liugsað mikið um
hugtakið hamingja. — Ég lief víst aldrei verið réttilega ham-
lugjusamur — ekki einn einasta dag. En oft óhamingjusamur,