Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 98
250
ÚR DAGliÓK PÉTURS MOEN
eimreiðin
með sjálfsmorðsliugsanir. — Héðan af vil ég leita hamingjunnar.
Ef lil vill finnst hún í trúnni, fórninni, bœninni.
Nú get ég beygt mín kné og heðið. — Ég á ekki trúna, — en
ég bið um trú. — Ég undrast, að þetta skuli vera ég sjálfur. —
Hvert liggur leiðin?“
Um kvöldiS: „1 dag hef ég verið sljór. Angistin er heldur ekki
eins sár. — Er þetta andleg þreyta, eða er þetta lijálp fra
mömmu? — Ég hef öðlazt lífsvon og von um að geta lifað lífL
sem er batnandi, laust við ofbeldi, stærilæti, gróöafíkn. Ég hef
grátandi beðið til guðs vegna Viktors og Eiríks, að þeir losni
við pyndingar og fái að lialda lífi. •— Sjálfur vil ég líka lifa. - ‘
En nú er mér það meira áliyggjuefni að finna drottin. '
Finnst hann aðeins í dauðanum? Þá verð ég að deyja.--------
Bella! Ég kyssi þig í anda á afmælisdaginn minn. — Góða
nótt, hjartkæra belle amie“. — —
75. febrúar: „ömurlegur morgunn. — Örlög mín og félaga
minna þyngja mig niður eins og blý. — Og konur okkar! — Ef
þær verða svívirtar af glæpasjúkum fjandmönnum, þá er nus-
gerð mín stærri en svo, að hún verði fyrirgefin. — En ef er
legg mig flatan fyrir augliti guðs og viðurkenni allt, — þá hef
ég látiS mig dreyma um að gera þetta hið sama við aðrar konur.
— Jörðin má skammast sín fyrir mig. — Ég veit ekki livert eg
get flúið til að skýla andliti mínu! — Guð hjálpi mér! —
Hér er kalt inni. — Ég er svangur, en ég lief ekkert til a®
borða. — Líklega líður Bellu betur en mér. — — Litli, óham-
ingjusami fuglinn minn. — Þú liefðir aldrei átt að hitta mig. "
Vel getur þetta endað með dauða mínum. Bella! Stráðu ösku
minni út í vindinn. — — Gleymdu mér, — og síðan fer aMt
einlivern veginn. —
Er trúin nokkuð annað en kerfi og kenningar? Getur guð
sýnt sig á nokkurn annan hátt en þann, að ég trúi því að liann
sé til? - Biðjið, segja prestarnir. — Biðjið Jesú, þá mun hann
gefa yður trú, frið eða liugrekki. — Þá er það þannig, segi
ég, að bænin skapar trú, frið eða kjark. — Skynsemi mín segn'
mér, að þá ætti ég að biðja mikið. — Ó, ef ég liefði einlivern
til að tala við. — Hér heyrist aðeins í slagbröndum og slám
og skrölt í stórum lyklakippum. — Ég er hér fangi. — Mér er