Eimreiðin - 01.07.1950, Blaðsíða 86
238
FRÁSAGNIR JÓNS AUSTFJURÐS
eimreiðin
og leið vel. Við bjuggum í kofa úr torfi og grjóti — og voru
veggir tjaldaðir með hálmmottum. Bálkar voru hlaðnir úr grjoti,
og rifum við lirís og lyng til að hvíla við. Var það þó ekki til
í Seley. Veiddum við stundum fisk til matar og höfðum brauð,
smjör, hræðing og kæfu með okkur að lieiman. Og mikið drukk-
um við líka af kaffi.
Þegar ég var 17 ára að aldri, fluttist ég til Eskifjarðar. En
mig fýsti lengra — eitthvað út í Iieiminn. Tókst mér að komast
að, til reynslu, á norskt skip, 2—300 smál., er Egill hét. For
ég reynsluferð norður með landi til Húnaflóa. Varð niðurstaðau
sú, að skipstjóri réð mig á skipið, reyndar um óákveðinn tínia.
Skyldi ég fá 30 kr. um mánuðinn og frítt „uppihald“. Auk
þess 30 aura um klukkustund í yfirvinnu — þ. e. utan minnar
sjóvaktar. Þetta þóttu mér glæsileg kjör. Má geta þess til saman-
burðar, að vinnumenn — ársmenn — í sveitum fengu þá aðeins
50—60 krónur um árið.
Við lilóðum nú skipið kjöti og öðrum slátursvörum og lögðum
úr Djúpavogi í nóvembermánuði 1893 áleiðis til Noregs og Dan-
merkur. Veður var þá illt: norðaustan krapaliríð. Voru ákveðnar
vaktir, þegar komið var út að Papey. Var ég á vakt, en verju-
laus og illa settur að klæðnaði. — Loks skreiddist ég niður, liold-
votur, horðaði og afklæddist og reyndi að liengja föt mín til
þerris. En rétt í þann mund kom stýrimaður niður og kallaði
á alla að koma og setja upp segl. Bölvaði liann við, er hann sa
mig háttaðan. Ég fór að draga á mig rennblauta larfana. En
þegar ég komst á þilfar upp, voru þeir búnir að setja upp
seglin. — Klagaði stýrimaður mig því næst fyrir skipstjóra með
þeim forsendum, að ég hefði neitað að koma upp, sem var lygi-
Afsakanir mínar voru ekki teknar gildar, og fékk ég harða
áminningu. Skipverjar voru 18 að tölu og auk þess nokkrir far-
þegar.
Segir svo ekki af ferð okkar fyrr en við komum til Staf-
angurs að kvöldi dags, eftir nálægt fjögurra sólarhringa ferð.
Þar átti að aflétta nokkrum vörum og taka aðrar í staðinn. —
1 Stafangri kallaði skipstjórinn mig á fund sinn, sagði mér að
búast til landgöngu og láta skrásetja mig á skipið. Ekki þurfti
ég langan tíma til að snyrta klæði mín og fór svo í land í fylg'l
með stýrimanni. Komum við þar í stórliýsi, glæsta, ljómandi