Saga - 1961, Blaðsíða 12
186
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
til andsvara fyrir fulltrúum þjóðarinnar um sérhvað það,
sem þeir gjöra . . . til að framkvæma allsherjar-viljann.
.. . geti þeir ekki fengið meira part fulltrúanna til að fall-
ast á álit sitt í merkilegum málefnum, geta þeir ekki verið
lengur í völdum.“ x)
I engri af ritgerðum sínum í Nýjum félagsritum notar
Jón orðið þingræði eða parlamentarismi,1 2) og hann held-
ur hvergi fram, að þjóðþingið eigi að hafa hein áhrif á
stjórnarmyndanir. Hins vegar dregur hann skýrt fram, að
ráðherra eigi að vera stjórnmálalega ábyrgur fyrir þing-
inu: Þjóðþing á að hafa vald til þess að steypa ríkisstjórn
eða ráðherra, sem nýtur ekki lengur trausts meiri hlutans.
f bréfum frá 1850 notar Jón Sigurðsson hugtakið „parla-
mentarisk stjórn“.3) Af framangreindum klausum 1 Nýj-
um félagsritum og af þessum bréfum, þar sem Jón fjallar
um neitunarvald konungs, má draga þá ályktun, að þing-
ræði eftir ensku sniði hafi verið fast bundið hugmyndum
Jóns um framtíðarstjórnskipan íslendinga. Spurningunni
um neitunarvald konungs svarar hann á þann hátt að stilla
upp tveimur kostum: þingræði eða frestandi synjunar-
valdi, og hann er ekki í minnsta vafa um, að þingræðið er
ákjósanlegri kosturinn. Hann gerir að vísu aldrei ráð fyr-
ir, að þingið hafi bein áhrif á stjórnarmyndanir, en hann
dregur skýrt og skorinort fram, að þingið eigi að geta vik-
ið ráð'herrum frá „með votis“.4) Hann ræðir ekki frekar
forsendurnar fyrir þingræðisstjórn, en svo virðist, sem
hann hafi álitið, að langur þróunartími biði stjórnarhátta
1) Ný félagsrit 1846, bls. 96.
2) Orðið parlamentarismi eða þingræði var sennilega ekki komið
á varir fólks í neinu landi um þær mundir. Það varð sennilega fyrst
til í Frakklandi árið 1852 (eignað Napoleoni III.), í Noregi kemur
það fyrst fyrir 1870, á Englandi sama ár og í Bandaríkjunum 1884.
Sjá Sverre Steen, [Norsk] Hist. Tidsskrift XLX, bls. 329.
3) 27/6 ’50 til Gísla Hjálmarsonar, 12/9 ’50 til Jens Sigurðsson-
ar. Bréf J. S. 1911, bls. 161 og 168.
4) Bréf J. S. 1911, bls. 164.