Saga - 1961, Blaðsíða 108
282
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
Mjög sterk rök hníga til þess að telja, að verðfall pen-
inga sé þegar á f. hl. 13. aldar orðið svo mikið hérlendis,
að gengið milli brennds silfurs og gangsilfurs sé orðið
1:3. Þá gerist það, að silfur brennt er fellt á móti gulli,
þannig að í stað 8 aura silfurs þarf 10 til að leysa eyri
gulls. Eftir sem áður leysa 3 hundruð vaðmála eyri gulls.
Eyrir brennds silfurs er þá ígildi 36 álna vaðmála, 6 sex
álna aura. Upphæðin, sem Magnús biskup lofar að greiða,
er þá ígildi 10 rnarka brennds silfurs.
Tíundin öll ætti þá að vera 80 merkur brenndar eða
23.040 álnir. Þar sem hún nam 1 % eignar, þá væri tíundar-
stuðullinn 2.304.000 álnir eða liðlega þúsund 18 hundraða
jarðir. Talan er því bersýnilega of lág, enda þótt það væri
venja, er embætti voru metin, að matið væri töluvert
lægra en raunverulega upphæðin. Til samanburðar má
geta þess, að Jarðabók Johnsens gefur til kynna, að tí-
undarstuðull alls jarðagóz í Skálholtsstifti 1847 var
6.372.345 álnir. Þar við bætist tíundarstuðull lausafjár,
sem ætti að nema álíka upphæð vegna þess sambands,
sem er á milli hundraðs í landi og skepnum. Að vísu var
töluvert magn jarðagózins undanþegið biskupstíund, en
eigi nærri nóg til að gera þennan mun, þar sem lausafjár-
tíund ætti einnig að felast í tölunni.
Nú kann að vera, að umreikna megi upphæðina með
öðrum hætti. Hugsanlegt væri, að Magnús biskup hafi
greitt eyri vaðmáls sex álna sem eyri silfurs, eins og um
sakfallseyri væri að ræða. Greiddi hann þá sama og 480
aura silfurs eða 60 merkur silfurs í gangspeningum. Gildi
þeirra er 1:3 miðað við brennt silfur, og væri þá hugsaða
verðið til útlausnar 20 merkur brenndar. Er greiðslan þá
% af greiðslunni frá Stafangri.
Hvað sem því líður, þá er greiðsluháttur þessi til að
lækka raunverulega upphæð ofan í Ve- Sé hlutfall það lagt
til grundvallar, verður tíundarstuðullinn 13.824.000 álnir,
og rýmast þá í þeirri tölu bæði lönd og lausir aurar.
Framangreind tilgáta gæti fengið stoð í þeirri stað-