Saga - 1961, Blaðsíða 60
234
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
hvort ekki nægilegt yfirlit yfir, í hverju hið þingbundna
konungsvald sé fólgið, eða tilgangur hans er sá að skeyta
ekki um neitt jafnvægi, heldur að eins að vilja draga vald-
ið úr höndum annarra í hendur sínar eða síns flokks, sem
einveldi." x) Hann viðurkennir síðar, í ræðu þar sem hann
annars vitnar beint til höfundar kenningarinnar um skipt-
ingu valdsins, Montesquieu, að „það er ekki jafnan Inægt
að aðgreina svo þessar þrjár valdstéttir [þ. e. fram-
kvæmdarvaldið, löggjafarvaldið og dómsvaldið], að dóms-
valdið verði fyllilega óháð framkvæmdarvaldinu og fram-
kvæmdarvaldið löggjafarvaldinu“,1 2) en það var samt sem
áður augljóst, að Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson frá Gaut-
löndum áttu hér í höggi við höfuðandstæðing kröfu sinnar
um þingræði.
Þátttaka Arnljóts ólafssonar hratt ekki af stað neinum
grundvallarumræðum um valdaskiptinguna, og það er ekki
hægt að segja neitt um það, hvaða áhrif valdaskiptingar-
kenning hans hafi haft á atkvæðagreiðsluna um breyt-
ingartillögu Jóns ólafssonar. Breytingartillagan fékk að-
eins 5 atkvæði, en 12 voru á móti.3)
Auk Arnljóts ólafssonar var það einkum Halldór Kr.
Friðriksson, sem talaði á móti endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Hann lagði sem áður áherzlu á, að það þyrfti enga
stjórnarskrárbreytingu til þess að fá fram þá stjórnarbót,
sem brýnust væri, ráðherra, sem ætti sæti á alþingi.4)
Aðalgalli við ríkjandi skipulag væri sá, að ráðherra hefði
íslandsmálin í hjáverkum sínum. Ef íslendingar öðluðust
ráðherra, sem hefði ekki um annað að hugsa en íslenzk
málefni, þá efaðist hann ekki um, að sá mundi leitast við
að „styðja að því, að vor málefni kæmust í sem haganleg-
ast horf“.5) Tillaga meiri hlutans hafði elcki að geyma að
1) Alþt. 1885 B, sp. 557 o. áfr.
2) Sama, sp. 636 o. áfr.
3) Sama, sp. 617.
4) Sama, sp. 387.
5) Sama, sp. 648.