Saga - 1961, Blaðsíða 33
EFTIR ODD DIDRIKSEN
207
áríðandi".1) í annarri grein er blaðið skýrorðara um æski-
legustu skipan mála milli þings og stjórnar, en þar segir,
að „ . . . vér álítum það grundvallarskilyrði fyrir bless-
unarríkri stjórn, að konungur láti sig engu varða kreddur
einstakra flokka eða flokks, meðan þeir eða hann eru í
minni hluta. En verði nú sá flokkur ofan á, að hann ráði
afli atkvæða, teljum vér það eins sjálfsagt, að konungs
vilji sé hans vilji. Með öðrum orðum: Meiri hluti atkvæða
á löggjafarþingi er ávallt vilji þjóðarinnar þar sem óspillt-
ar kosningar ráða fulltrúa kjöri, þessi þjóðarvilji á að
vera konungsvilji alla jafna .. .“.2 3) Hér kemur fram skoð-
un, sem hlýtur rökrétt að leiða af sér kröfu um þingræði
og meirihlutastjórn. Greinin er nafnlaus, en það er ekki
ósennilegt, að höfundur sé sá sami og ritaði fyrrnefndan
greinaflokk í sama blað, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum,
enda átti hann eftir að ganga fram fyrir skjöldu sem tals-
maður þingræðisins 10 árum síðar.
Annars staðar kemur hvergi fram neitt, sem bendir
til þess, að menn sakni þingræðisstjórnar.s) Jafnvel Ein-
ar Ásmundsson í Nesi virðist hafa haft svipaða skoðun a
skiptingu valdsins milli valdhafanna eins og Arnljótur
ölafsson,4) en skoðun hans var ósamrýmanleg þingræðis-
stjórn.
1) Norðanfari 2/3 ’75.
2) Sama 16/4 ’74.
3) Sbr. t. d. Norðlingur 21/1 ’76 og greinarnar undir gervinafn-
inu Hjörvarður í sama blaði 31/1, 23/8 ’76; 22/2, 2/3 ’77.
4) Arnljótur Ólafsson ver sjónarmið sitt í grein í Norðlingi 24/1
'79 og er þar ekki myrkur í máli. Hann vildi gera landshöfðingjann
vísikonungi og ritara hans að ráðherra með ábyrgð fyrir alþingi.
Eins og landsstjórninni er nú skipað, segir hann, „getur [hún] aldrei
samlagazt vel frjálsmannlegu alþingi, heldur hlýtur hún, nema því
^eiri hóf og stilling, kyrrð og spekt sé einlægt á öllu, að verða smátt
°S smátt undirgefin þinginu og enda leiksoppur í hendi þess . Og
^ann heldur áfram: „Aftur hafa eflaust nokkrir þá skoðun, og á
meðal þeirra er ég einn, að öll stjórnarskipun þjóðfélagsins i smáu