Saga - 1961, Blaðsíða 133
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA
307
Fornleifarannsóknir á Islandi hafa leitt í ljós samfellda
þróun á langhúsinu fram á 11. öld. Þróaðasta húsaskipun
sýna Þjórsárdalsbæirnir, og þeir eru taldir frá þeim tíma.
Frá 9. öld eru Flókatóftir í Vatnsfirði á Barðaströnd.
Tveir einfaldir skálar úr torfi eingöngu. Frá 10. öld eru
t. d. rústir af Bólstað við Álftafjörð, þar sem Amkell goði
er talinn hafa búið. Þar er veggjahleðsla óvönduð, að
mestu úr torfi, en að nokkru úr grjóti, þó ekki 1 undir-
stöðum. Er þarna stórt ferhyrnt langhús, rúmir 22 m að
lengd að innanmáli og hefur líklega verið skipt í sundur
með þverþiljum. Veggir á 10. aldar húsum eru orðnir það
háir, að útidyr eru jafnan á hliðarvegg, ýmist einar eða
tvennar nær göflum. Bæjardyraþil hafa verið lítil eða eng-
in. Eins og að ofan segir, eru Þjórsárdalsbæirnir frá 11.
öld. Bærinn í Stöng sýnir miklu vandaðri veggjahleðslu en
10. aldar bæirnir. I eldaskála er veggurinn neðan til úr
torfi og grjóti, ofan til úr strengjum. I skyrbúri er hleðsl-
an úr grjóti eingöngu, þ. e. a. s. langveggir, en gaflveggur-
inn úr torfi að innan. Einu útidyrnar eru á suðurh'lið, nær
austurgafli. Mannahúsin í Stöng eru 4 talsins, sambyggð,
skáli og stofa af enda hans, samtals yfir 30 m á lengd, og
skyrbúr og líklega kamar byggð þvert á skálann. Bærinn
í Stöng sýnir ýmsar framfarir frá 10. aldar bæjum. Eins
og áður segir, er veggjahleðsla mjög vönduð. Anddyri er
komið til sögunnar, og er það stórkostleg húsabót. Innan-
gengt er í búr, en það tíðkaðist hvorki í Noregi né á Fær-
eyjum á 11. öld (Húsagerð á Islandi, 47. bls.). Veðráttu-
far hér hefur átt drýgstan þátt í að flýta fyrir þessari
lausn.
Þessi mannahús í Stöng koma vel heim við Grágás, þar
sem talin eru upp 3 hús í hvers manns híbýlum, sem metin
skulu til skaðabóta, ef brenna: stofa, eldhús og búr það,
er konur hafa matreiðu í. Hér er eldhús sama og eldaskáli.
En ef menn eiga slíka skála, þá skal eigandinn kjósa á vor-
samkomu, hvort hann vill láta hreppsbúa ábyrgjast með
sér eldhús eða skála (Staðarhólsbók, 1879, 260. bls.). Jón