Saga - 1961, Blaðsíða 112
286
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
1478, en var þá ekki nema tæpur % af meSalárs porcio
eða 11 álnir.12)
Að Svalbarði var afreiknað pallíum 1478.13)
Að Hrafnagili var afreiknað pallíum og nam % meðal-
árs porcio eða 60 álnir.14)
Að Vesturhópshólum var afreiknað pallíum 1478 og
nam 1/2 meðalárs porcio eða 24 álnir.16)
Að Bægisá hefur verið greitt líklega fyrst vegna Ólafs
Þrándarsonar, en annars staðar vegna Gauta Ivarssonar,
1475—1510, eftirmanns hans.
Samkvæmt máldagabókinni er aðalreglan þessi, að hin-
ar einstöku kirkjur greiði hálfar meðaltekjur 1 árs og
gildir hið sama um Staðarhraunsmáldaga framangreindan.
í testamenti sira Sigurðar Jónssonar í Hítardal árið
1500 segir, að hann skuldi 15 voðir í tygilsstyrk, sem hann
hefur ekki staðið erkibiskupi reikningsskap af.16) Senni-
lega eru þetta tvítugar voðir, og er skuldin þá 300 álnir.
Sé skuldin eingöngu vegna Hítardalskirkju, þá ætti meðal-
porcio hennar að hafa verið um þær mundir 5 hundruð,
sem ekki er óhugsandi með öllu. Porcio felur reyndar í sér
bæði kirkjutíund í sókninni og tekjur af eignum. Hins
vegar kann skuldin einnig að stafa frá því, er sira Sig-
urður hafði verið officialis.
Framangreindar heimildir eru efnislega mjög svo sam-
hljóða bréfi Ásláks erkibiskups Bolts hinn 1. apríl 1449,
er Gottskálk Hólabiskup Kæneksson er skipaður yfir Skál-
holtsstól og visitator erkibiskups yfir allt Island. Meðal
annarra hluta á Gottskálk biskup að krefja út subsidium
pallii, bæði það sem féll í tíð Áskels erkibiskups, 1404—•
1429, og í tíð Ásláks sjálfs, en hann settist að stóli 1430.
Skilgreinir Áslákur tygilsstyrkinn á þessa lund: „Er það
subsidium pallii hálfar rentur og tíundir, bæði af klaustr-
um, beneficiis og bóndakirkjum, sem fellur á einu ári í eins
erkibiskups tíð, sem helgir páfar hafa staðfest og dæmt,
sem bréf í Þrándheimi þar um vel út vísa.“ 17)
Hér kemur fram eins og í mörgu öðru það vandræða-