Saga - 1961, Blaðsíða 53
EFTIR ODD DIDRIKSEN
227
Endurskoðun stjómarskrárinnar á alþingi 1885—’86.
jí neðri deild alþingis 1885 var lagt fram nýtt frumvarp
til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Flytjendur frum-
varpsins voru nú þeir Jón Sigurðsson frá Gautlöndum og
Jón Ólafsson auk Benedikts Sveinssonar. Samkvæmt hinu
nýja frumvarpi átti konungur að útnefna landstjóra, sem
væri búsettur á íslandi. Landstjórinn átti að hafa á hendi
æðstu völd :í öllum sérmálum Islands í umboði konungs,
°g hann átti að skipa ráðherra, sem væru ábyrgir fyrir
alþingi. Landsdómur, skipaður þremur alþingismönnum,
sem efri deild kysi úr sínum hópi, og þremur dómurum
landsyfirréttarins, átti að dæma í málum, sem landstjór-
lnn eða neðri deild alþingis höfðaði gegn ráðherrunum.
Alþing skyldi skipað 36 þjóðkjörnum fulltrúum, sem kosn-
lr yrðu til þriggja ára í senn. Deildaskiptingu þingsins var
®kki breytt, en til efri deildar skyldi kosið hlutfallskosn-
lngum á landslista, en til neðri deildar átti að kjósa í ein-
mennings- og tvímenningskjördæmum eins og áður. Kosn-
mgaréttur var háður því, að menn greiddu eitthvað af
°Pinberum gjöldum eða hefðu notið æðri menntunar og
væru 25 ára, en kjörgengi miðaðist við 30 ár. Alþingi átti
nð koma árlega til funda og sitja a. m. k. í átta vikur. Ráð-
errar skyldu eiga sæti á alþingi, en atkvæðisbærir væru
Peir einungis, ef þeir voru alþingismenn.1)
Jón Ólafsson skýrði síðar frá því, að við undirbúning
rumvarpsins hefði ríkt skoðanamunur milli sín og Jóns
igurðssonar frá Gautlöndum annars vegar og Benedikts
veinssonar hins vegar. Fyrir Benedikt á einkum að hafa
að að gera stjórnarskrána þannig úr garði, að hin inn-
^en a stjórn væri sem sjálfstæðust gagnvart hinni dönsku,
n et sig minna skipta og var jafnvel andstæður ákvæð-
sem miðuðu að því að „efla frelsi þjóðarinnar gagn-
J1 embættisvaldinu“. Hann kærði sig kollóttan um frest-
l) Alþt. 1885 C, bls. 113-119.