Saga - 1961, Blaðsíða 85
EFTIR ODD DIDRIKSEN
259
Þegar alþingi kom saman í júlíbyrjun, voru þjóðkjörnir
þingmenn klofnir í tvær aðalfylkingar. Minni hlutinn,
9 þingmenn með Þórarin Böðvarsson í broddi fylkingar,
sameinuðust um skriflega áskorun um að taka ekki stjórn-
skipunarmálið fyrir í frumvarpsformi.1) En ekki heldur
innan meiri hlutans rikti eining. Benedikt Sveinsson vildi
leggja frumvarpið fyrir óbreytt eins og það var samþykkt
1885 og 1886, ekki af því að það væri svo ýtarlegt og full-
komið, heldur til þess að sýna stjórninni, að það stæði
ákveðinn þjóðarvilji að baki kröfunnar um innlenda
stjórn, eins og hann rökstuddi það þremur árum síðar.2)
Hann náði hins vegar ekki tilgangi sínum „fyrir moðreyk
hjá flokksmönnum sínum“, eins og Fróði orðar það, og
varð að fallast á breytingar.3)
Af fyrrgreindu opnu bréfi Jóns Ólafssonar í Fjallkon-
unni haustið 1889 vitum við dálítið um það, sem fram fór
að tjaldabaki, áður en frumvarpið var lagt fram. Jón
Ólafsson segir, að Benedikt Sveinsson hafi verið mótfall-
mn því að kalla saman „privatfund“ þingmanna. Hefði
það verið gert strax í upphafi þingsins, áleit Jón, að ekki
hefði orðið nein veruleg sundrung í liði hinna þjóðkjörnu.
Hn þegar hann og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum auk
tveggja eða þriggja annarra þingmanna, sem ekki eru
öafngreindir, vildu boða til slíks fundar, bað Benedikt þá
Um að fresta honum, af því að hann óttaðist sundrungu
eða það yrði ofan á, að þingið tæki ekki málið fyrir. „Mér
er þó eigi grunlaust um, að hann hafi óttazt hitt eigi síð-
Ur> að það kynni að verða ofan á að breyta frumvarpinu
1 í'msum greinum, en hann hélt því nú fast fram, að það
VS3ri vitleysa, barnaskapur, ósamboðið þinginu . . ., að
!) Fjallkonan 6/8, Þjóðviljinn 23/8, 5/12, Fróði 10/9 ’87.
1»^ ®enedikt Sveinsson: Stjórnarskrármálið, Viðaukarit Andvara
90, bls. 40 o. áfr.; sbr. orð hans í Andvara 1888, bls. 43: „Stjórnar-
ráin frá 1885 og 1886 er óhrekjanlegur vitnisburður um þjóðvilj-
atln á íslandi.“
3) Fróði 10/9 ’87.