Saga - 1961, Blaðsíða 52
226
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
snúin úr, þá kemur þar fram krafa um víðtækari endur-
skoðun stjórnarskrárinnar en nokkru sinni hafði komið
til umræðna á alþingi. Þessi róttækni gerðist því berorð-
ari sem meira fjölgaði synjunum um staðfestingu laga,
sem alþingi hafði samþykkt. Stjórnin hafnaði einu laga-
frumvarpi, sem fyrsta löggjafarþingið samþykkti 1875,
þremur frá þinginu 1877, fjórum frá 1879, en árið 1881
urðu synjanirnar sjö og loks átta 1883.x)
En það voru ekki einungis innlendir atburðir, sem
hvöttu íslendinga í stjórnskipunarmálum um þessar
mundir. Það er engin hending, að einmitt árið 1884 mark-
ar tímamót í stjórnskipunarbaráttu Islendinga. Við höf-
um séð, að bæði Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson frá Gaut-
löndum fylgdust vel með því, sem gerðist í Noregi, og á
því leikur enginn vafi, að gangur málanna þar hefur ver-
ið þessum stjórnmálamönnum mikil hvöt í baráttunni.
Sigur þingræðisins í Noregi hefur eflaust valdið miklu um
það, að krafan um þingræði er einmitt um þetta leyti bor-
in fram á Islandi. Þann 16. júlí 1884 gaf Jón Ólafsson út
aukablað af Þjóðólfi klukkan 3 síðdegis til þess að flytja
þá nýkomnu frétt til Islands, að Johan Sverdrup hefði
myndað hreina vinstri stjórn í Noregi. Þetta einstaka ný-
mæli í íslenzkri blaðamennsku sýnir m. a., hve Jón ólafs-
son var hugfanginn af norskum atburðum um þessar
mundir. Á tíu ára afmælishátíð stjórnarskrárinnar
2. ágúst 1884 drukku menn skál Johans Sverdrups og
Björnstjerne Björnsons og samþykktu að senda þeim
heillaóskir.1 2) Atburðirnir í Danmörku sumarið 1884 urðu
til þess að efla hin norsku áhrif á Islandi. Þar beið stjórn-
in ósigur í kosningunum í júní 1884, og andstaðan gegö
henni efldist mjög við stjórnarmyndun Sverdrups. Ráðu-
nejrti Estrups riðaði því um skeið á valdastólunum.3)
1) Bjöm Þórðarson: Alþingi og konungsvaldið (Rvík 1949)>
bls. 123 o. áfr.
2) Þjóðólfur, viðaukablað 27/8 ’84.
3) Engelstoft og Wendt, Haandbog, bls. 255 o. áfr.