Saga - 1961, Blaðsíða 140
314
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
smíð, forskálar allir alþilðir til stofu at ganga, skáli al-
tjaldaðr ok stofa.“ (Sturl. I, 494. bls.)
Ekki verður húsaskipun á Flugumýri rakin nákvæm-
lega eftir lýsingu Sturlungu, enda hafa menn komizt að
allmisjafnri niðurstöðu, er þeir hafa gert tilraun til að
skýra bæjarhúsaskipunina eftir henni. Valtýr Guðmunds-
son telur gangabæ á Flugumýri (Privatboligen, 84. bls.).
Einnig Guðmundur Hannesson (Húsagerð, 96. bls.). Aage
Roussell gerir ráð fyrir langhúsi (Forntida gárdar, 207.
bls., Farms and churches, 207.—210. bls.), og að sömu
niðurstöðu er komizt í Sturlunguútgáfu Jóns Jóhannes-
sonar o. fl. 1946 (Sturl. I, 486. bls.). Aage Roussell hefur
eins og Valtýr Guðmundsson þrennar dyr á bæjarhúsun-
um, en Sturlunga gefur alls ekki tilefni til að ætla þær
nema tvennar, suðurdyr og norðurdyr, þ. e. báðar á sömu
hlið, vesturhlið, bærinn hefur snúið framhlið mót vestri.
Sagan segir greinilega, að árásarmennirnir skipta sér í
tvo hópa, gekk annar að „syðrum durum“, en hinn að
„nyrðrum durum“. Ef þriðju dyr hefðu verið á húsunum,
hefði þriðji hópurinn verið látinn sjá um þær.
Þeir Valtýr (og Guðmundur Hannesson) og Roussell
setja dyr á búrið, sem líklega stafar af því, að sagan grein-
ir, að menn gengi „út suðrdyrr af búrinu“ eða „til suðr-
dura af búrinu", sem með hliðsjón af því, sem áður var
sagt, þýðir, að öllum líkindum, að innangengt hefur verið
í búr úr suðuranddyri.
Sturlunga nefnir þessi mannahús á Flugumýri: stofu,
sem var 26 X 12 álnir, skála og var honum skipt í karla-
skála og kvennaskála, og loft yfir nokkrum hluta hans,
búr, eldhús, litlustofu, og var kjallari undir henni; enn
fremur gestahús og klefa. Sturlunga segir, að öll hús
brynnu á Flugumýri nema eldhús, litlastofa og skyrbúr.
Trúlega hafa þessi þrjú hús verið útbyggingar frá aðal-
húsum, byggð þvert á þau eins og í Stöng og því ekki orðið
eldinum að bráð. 1 gestahúsi köfnuðu 9 snauðir menn. Það
hús hefur sýnilega verið ætlað minniháttar mönnum, og