Saga - 1961, Blaðsíða 144
318
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
þau væru af langhúsagerð eða ekki. Af þeim upplýsingum,
sem Sturlunga gefur, virðist mér síður en svo hægt að
álykta, að gangabær hafi verið á höfðingjasetrunum, en
hjá höfðingjunum fyrstum manna má búast við umbótum
og breytingum á húsaskipan.
Guðmundur Hannesson segir sýnilegt, að hús hafi ekki
verið kynt hjá Gizuri jarli, af því að sagan greinir, að
skáli og stofa hafi verið tjölduð. En við slíkan útbúnað
telur Guðmundur loku fyrir það skotið, að eldar hafi ver-
ið opnir á gólfi vegna sóts og óþrifnaðar frá þeim. Ekki
er ég viss um, að þetta sé rétt hjá honum, fólk til forna
hafði aðrar hugmyndir um þrifnað en við. Er hægt að
telja upp mörg dæmi þess. En hafi svo verið, sem Guð-
mundur Hannesson heldur, að jafnvel stórmenni landsins
gátu ekki hitað upp híbýli sín um miðja 13. öld, þá má bú-
ast við, að ekki hafi langur tími liðið, þar til fór að bóla
á gangabænum, einkum þar sem öll rök hníga að því, að um
og upp úr 1300 hafi veðráttufar versnað hér á landi.
Ég gizka á, að langhúsið eða millistig þess og ganga-
bæjar hafi tíðkazt um miðja 13. öld.1) Enn er því óbrúað
100 ára tímabil, eða frá miðri 13. öld til miðrar 14. aldar,
ef treysta má, að bærinn Gröf í öræfum sé frá miðri 14.
öld. Hann sýnir raunar svo róttækar breytingar frá lang-
húsi, að annað hvort á hann alllanga þróunarsögu að baki
eða lagið er komið fullmótað annars staðar að.
1) Sjálfsagt fæst ekki úr þessu skorið, fyrr en fornleifarann-
sóknir leiða hið sanna í ljós.