Saga - 1961, Blaðsíða 72
246
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Benedikt Sveinsson rökstuddi andstöðu sína gegn frest-
andi synjunarvaldi með því, að það mundi leiða til afnáms
konungdæmisins og lýðveldisstofnunar.1) Að öðru leyti
kom ekkert nýtt fram við umræðurnar um frumvarpið, og
það var samþykkt óbreytt með 21 atkvæði gegn tveimur.2)
Nefndin, sem fékk frumvarpið til meðferðar í efri deild,
varð einnig sammála um að leggja til að það yrði sam-
þykkt óbreytt.3) Arnljótur Ólafsson var nærfellt sá eini,
sem beitti sér þar gegn frumvarpinu. Aðalmótbárur hans
voru fólgnar í því, að það drægi úr forréttindum kon-
ungs.4) Auk þess sagði hann, að bæði þetta frumvarp og
þau, sem því fylgdu — hann mun einkum hafa átt við
frumvarp til ábyrgðarlaga — sýndi, „að forkólfarnir eru
uppfræddir eftir því, sem kennt er í Þjóðólfi um þing-
ræði; það tyggja þeir upp, flest ómelt, hitt illa melt“.5)
Efri deild samþykkti frumvarpið með 6 atkvæðum gegn
4, og þar með var það sent frá alþingi sem stjórnskipunar-
lög um sérmál Islands.6)
Tengd stjórnskipunarlögunum voru fjögur lög, sem al-
þingi 1886 samþykkti: lög um afnám embætta, um ráð-
herraábyrgð, kosningalög og lög um laun landstjóra og
ráðherra.
Þegar ábyrgðarlögin voru til umræðna, kom Benedikt
Sveinsson fram með athyglisverðar athugasemdir. Hann
kvað það reist á „helberum misskilningi“, að reynslan
hefði sýnt, að siðferðilega ábyrgðin væri nægileg og
ábyrgðarlög þess vegna ekki nauðsynleg, af því að sjaldan
eða aldrei þyrfti að grípa til þeirra, og hvergi væru
stjórnarhættir betri en þar, sem slík lög skorti eins og á.
Englandi. Þótt ábyrgðarlögum væri sjaldan beitt, þá sann-
1) Alþt. 1886 B, sp. 191.
2) Sama, sp. S02.
3) Sama C, bls. 84 o. áfr.
4) Sama A, sp. 240 o. áfr., 254 o. áfr., 258 o. áfr.
5) Sama, sp. 318.
6) Sama, sp. 324.