Saga - 1961, Blaðsíða 151
UPPHAF MOSFELLINGAGOÐORÐS
325
síðan, að verðlaunum fyrir það að blóta fyrstur manna
goð þar um sveitir. Orsökin hefur verið sú, að nokkuð
kvað að þeim feðgum, auk tengsla við ætt Bjarnar bunu.
Hofsmíðin góða hefur ekki verið orsök, heldur afleiðing
af valdatöku Mosfellinga um 930.
Teitur Ketilbjarnarson er hinn fyrsti Mosfellingur, sem
vissa er fyrir, að farið hefur með goðavald. Ekki er ör-
uggt að ætla Ketilbjörn gamla fyrsta löggoðann, sem með
goðorð þeirra Mosfellinga fer. Erfðasögnin um hið fólgna
silfur hans í Mosfelli bendir til, að hann hafi verið kom-
inn á gamals aldur, er hof var gert að Mosfeili, jafnvel
orðinn elliær. Þó er varlegt að trúa sögunni ekki um of,
hún virðist of ýkjublandin til þess. Um mannaforráð Teits
er hins vegar örugg vissa. Hann tekur að sér eftirmál um
víg Þorgríms örrabeins, frænda síns, og bannaði vegand-
nnum far af landi brott. Það bann framkvæmdi Teitur á
Eyrum við fimmtánda mann. Þá var hann kominn inn í
byggðarlag Traðhyltinga. Það hefur hlotið að vera hér-
aðsríkur maður, jafnvoldugur þeim, er slíka hluti hefur
vogað.
Þá skal að lokum freistað að svara þeirri spurningu, er
einna erfiðust verður viðfangs: Hversu mikinn þátt eiga
nagrannar og önnur utanaðkomandi öfl í myndun Mos-
fellingagoðorðs? Veigamikil rök má leiða að því, að Land-
náma hermi það rétt, að móðir Ketilbjarnar væri Æsa
Hákonardóttir Grjótgarðssonar. Mótbárur Guðbrands
Vigfússonar (Safn I, 290, 292) hverfa, ef Ketilbjörn hef-
Ur ekki kvænzt fyrr en eftir 900 og þarf ekki að vera eldri
niaður en Þorsteinn Ingólfsson í Reykjavík. Hásteinsniðj-
ar °g Ingólfsniðjar hafa sízt farið mannavillt um af-
sprengi Hákonar jarls, sem Atli jarl felldi og missti þó
sitt og Hásteinn ríki sitt fyrir. Nú voru þessar tvær
■landmannaættir komnar út til íslands og nágrennið ekki
^hja mikið.
Ekki væri ólíklegt, að Þorsteinn Ingólfsson og banda-
Pienn hans hafi viljað takmarka völd jarlsniðjanna í