Saga - 1961, Blaðsíða 155
TRÚ Á HRJÓSTURVÍDD OG ÚTILEGUMENN 329
afrétt þá verið firnavíð,1) en ekki hefur góðsveitum á
láglendi fækkað síðan til muna. Fleira en landrýrðin sjálf
jók á hirðingjahneigðina. Fram til 1900 gátu jarðabætur
og húsabætur ekki fært eigendum auð, sem gengi til
ttiargra næstu kynslóða. Það var ein af orsökum þess, að
rækt til óðals var fágæt, en bóndinn jafnan auðfenginn til
að skipta á jarðnæði, ef hann sá sér hag í skiptum. Enn
síður þekktist festa við átthaga meðal hjúa og lausafólks.
Konur sem karlar tíðkuðu víða að ráða sig til vistar í
fjarlægar sveitir eða fylgja þangað prestum, sem höfðu
brauðaskipti, og vertíðarsókn vestur um land og suður
hafði í för með sér mikla fólksflutninga, er tóku til allra
fjölmennra byggða á landinu. 1 afskekktum byggðum og
snjóþungum olli fjárfellir mest flutningum. Gagnstætt
þeim mótblæstri, sem algengur var í sveitum á Norður-
löndum, gegn því að nokkur veldi sér maka úr fjarlægu
byggðarlagi, hefur það frelsi sjaldan verið illa tekið hér-
lendis og annar millisveitarígur sjaldan enzt margar kyn-
slóðir í nokkrum stað. Þetta er sambærilegt við vitnis-
burði ættfræðinnar um einkennilega víðfeðmar sættir á
söguöld, Sturlungaöld og siðskiptaöld, svo að víða þar,
sem ættir höfðu borizt banaspjót á um hríð, tókust fljótt
á eftir margfaldar mægðir milli andstæðingaættanna.
Göfuglyndi væri alls ónóg skýring svo tíðra dæma, sem
stangast á við reynslu í öðrum blóðhefndalöndum Evrópu.
egnskyldu- og landsháttaskýringar þarf á sáttgirninni,
og félagsfræðingur gæti tengt skýringuna við það sérstig
irðingjamenningar, sem hér var. Af hirðingjaþjóðarein-
ennum má sjá með íslendingum söguljóðakunnáttu og
ttmnnlega sagnalist umfram aðrar norrænar þjóðir. Tung-
Ur akuryrkjuþjóða hafa hvarvetna skipzt í mállýzkur, en
með reikunarþjóðum blandast og eyðast mállýzkur jafn-
1) Sigurður Þórarinsson: Ársrit Skógræktarfélags íslands
17—54. — Þorleifur Einarsson: Pollenanalytische Unter-
SUC un&en zur . . . Klimageschichte Islands, Köln 1961, bls. 35.