Saga - 1961, Blaðsíða 166
340
BJÖRN SIGFÚSSON
íslenzkt ævintýri, fullt með kynngi, magnaða drauga og
ægilega, eldbrunna auðn . . . Um leið og ég komst norður
úr, birti upp, glampaði vestur við Skógarmannafjöllin. Þá
er bjartara heima í sveit, hugsaði ég. Og þarna norðvest-
ur hefur tjald Guðmundar seka staðið forðum. Yfir hann
gengu harðindi Stóradóms með vandlætingarofsa þröng-
sýnnar og miskunnarlausrar aldarstefnu. Hann var flutt-
ur til Eyjafjarðar, sent eftir Bessastaðaböðli, sem hjó
hann. Þá var sú raunasaga á enda.“ *)
Vert er að gefa því gaum, hvernig aldamótakynslóð Jóns
hafði skotið í skuggann þeim eiginleik Eyvindar, að hann
var hrossaþjófur og sauða, og hugðu Þingeyingar hann
mest hafa rænt til Hvannalindabús síns frá Jökuldæl-
um, en Fljótsdælir sögðu Wíum sýslumann hafa leyft þeim
Höllu sýkna för um Múlasýslur gegn því loforði, að Eyvi
stæli engu nema þingeyskum fénaði. Þannig varð Eyvi
allvinsæll snemma tveim megin Jöklu og Kreppu; hvor-
ugir spörðu við hann hinna fé.
Skal nú fullrætt að sinni um þessa og aðra einstaklinga
austan Bárðardals 2 síðustu aldir og nytjar, sem þeim
virtist enn mega af hálendi hafa, þegar mannfjölgun og
vald yfir náttúrunni gerði kleift. — Þegar virkjun hvera
og fallvatna leiðir til búsetu á komandi skeiði þjóðar í
smáþorpum nokkrum á útilegumannaslóðum, kynni ein-
hverjum, sem því kvíðir, að verða rórra af að vita, hve
fyrri menn undu þar stundum glaðir, þótt allt skorti, sem
framtíðarmenning fær veitt af samgöngum, nýrækt og
tilbreytingu þar efra.
1) Þorgils gjallandi: Ritsafn III, 268-77; IV, 11-16. Um Guö'
mund Jónsson seka og útilegu hans á Austurfjöllum: Skarðsáranna
árið 1637 og Biskupasögur Jóns Halldórssonar II, 89 — 90.