Saga - 1961, Blaðsíða 59
EFTIR ODD DIDRIKSEN
233
byltingu að ofan ... er meiri þörf á að setja tryggan slag-
brand heldur en gegn stjórnarbylting að neðan (þ. e. af
hendi alþingis)".1)
Ef við tökum orð Jóns ólafssonar bókstaflega, þá var
það ekki ætlun hans með breytingartillögunni — enn þá
síður en Benedikt Sveinsson hefði getað hugsað sér slíkt —
að tryggja það, þegar deilur stæðu milli þings og stjórnar,
að alþingi gæti gripið til þess úrslitaráðs að neita að sam-
þykkja fjárlög og knúið þannig fram stjórnarskipti. Sam-
kvæmt ummælum hans miðaði bannið eingöngu að því að
fryggja fjárveitingarvald alþingis gegn yfirtroðslum
stjórnarinnar. Af því sem síðar kemur fram, virðist samt
engu ósennilegra, að Jón Ólafsson hafi í raun og veru vilj-
að tryggja þann möguleika, að þingið gæti beitt fjárlaga-
synjunum sem hinu hæsta pólitíska trompi á sinni hendi,
enda væri það bæði í samræmi við baráttueðli hans og þá
stefnu að tryggja þingræðinu sigur á Islandi.
Arnljótur Ólafsson var aðalandstæðingur stjórnar-
skrárbreytinganna á alþingi 1885. Við Umræðurnar um
síðustu breytingartillöguna, en hann var eindreginn and-
stæðingur hennar, lýsti hann sig afdráttarlausar en nokkru
sinni áður fylgjandi grundvallarreglunni um skiptingu
fíkisvaldsins. Hann hélt því fram, að bann við bráða-
birgðafjárlögum gerði þingið „alveg einvalt“, af því að
bað gæti neitað um samþykkt fjárlaga, ef ríkisstjórnin
Vlldi ekki fara að vilja þess. „ . . . hver sú ákvörðun, hvort
beldur hún kemur fram konungs megin eða þjóðarinnar
^gin, sem skapar einveldi eða ofurvald, stríðir alveg á
^noti öllum stjórnfrelsisreglum og kollvarpar því jafn-
Vsegishlutfalli, er nauðsynlegt er að sé milli þessara
Ve£gja valdhafanda löggjafarinnar. Ég vil forðast allt
ofurvald, hvort heldur það er hjá þjóðinni, embættis-
niönnum hennar eða konungi. Sá, sem ekki vill fylgja þess-
ari jafnvægisreglu í skipting valdsins, hann hefur annað-
1) Alþt. 1885 B, sp. 549 o. áfr.