Saga - 1961, Blaðsíða 131
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA
305
fyrir ísland, e. t. v. vegna sérstæðs byggingarefnis, eða
hann sé frá brezku eyjunum og af keltneskum uppruna.
Frá því að Valtýr skrifaði bók sína, hefur fornleifa-
rannsóknum fleygt fram og margt nýtt komið í ljós. Því
er það ekkert undrunarefni, þó að niðurstöður hans fái
ekki staðizt í ýmsum greinum. Að því er gangabæinn varð-
ar, hefur t. d. Aage Roussell fornleifafræðingur eindregið
mótmælt skoðunum Valtýs og telur, að lýsingar fornbók-
menntanna eigi allt eins vel við langhús eins og gangabæ.
Á sama máli er Kristján Eldjárn þjóðminjavörður. Enn-
fremur bendir Roussell á, að enn hafi ékki verið grafinn
upp gangabær á Islandi frá fyrri tímum.
Þegar landnámsmennirnir fluttust til Islands, komu
þeir að óbyggðu landi að kalla og höfðu því engar inn-
lendar fyrirmyndir að fara eftir í húsbyggingum. Að vísu
er sagt, að hér hafi verið fyrir írskir munikar, en sjónar-
mið þeirra og þarfir fyrir vistarverur voru annars konar,
og hafa landnámsmennirnir e'kki lært neitt af þeim í því
tilliti. Hinir aðkomnu hafa verið mótaðir af siðum og
venjum heimalandsins um byggingu híbýla sem annars og
reynt eftir föngum að gera umhverfi sitt sem líkast því,
er þeir áttu að venjast í heimahögum. Samkvæmt því hafa
þeir landnámsmenn, sem komu frá Noregi, byggt eins og
þeir áttu að venjast, og hinir, sem komu vestan um haf,
hafa gert sér híbýli eins og þau gerðust í landinu, sem þeir
fluttu úr. Þó er þetta ekki einhlítt, því að ýmsar ytri að-
stæður ráða líka miklu, svo sem loftslag og byggingarefni
þau, sem völ er á í hinu nýja landi, atvinnuhættir o. fl.
Það verður að leita til Noregs og annarra heimalanda
landnámsmanna til þess að fá vitneskju um þann grund-
völl, sem byggt var á, er landnámið 'hófst. Um þróunina
síðar meir, einkum byggingarfyrirkomulag á 13. öld, gefa
fornbókmenntirnar nokkrar upplýsingar, sér í lagi Sturl-
unga saga, sem er samtímaheimild; en einnig sumar Is-
Saga — 20