Saga


Saga - 1961, Page 131

Saga - 1961, Page 131
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA 305 fyrir ísland, e. t. v. vegna sérstæðs byggingarefnis, eða hann sé frá brezku eyjunum og af keltneskum uppruna. Frá því að Valtýr skrifaði bók sína, hefur fornleifa- rannsóknum fleygt fram og margt nýtt komið í ljós. Því er það ekkert undrunarefni, þó að niðurstöður hans fái ekki staðizt í ýmsum greinum. Að því er gangabæinn varð- ar, hefur t. d. Aage Roussell fornleifafræðingur eindregið mótmælt skoðunum Valtýs og telur, að lýsingar fornbók- menntanna eigi allt eins vel við langhús eins og gangabæ. Á sama máli er Kristján Eldjárn þjóðminjavörður. Enn- fremur bendir Roussell á, að enn hafi ékki verið grafinn upp gangabær á Islandi frá fyrri tímum. Þegar landnámsmennirnir fluttust til Islands, komu þeir að óbyggðu landi að kalla og höfðu því engar inn- lendar fyrirmyndir að fara eftir í húsbyggingum. Að vísu er sagt, að hér hafi verið fyrir írskir munikar, en sjónar- mið þeirra og þarfir fyrir vistarverur voru annars konar, og hafa landnámsmennirnir e'kki lært neitt af þeim í því tilliti. Hinir aðkomnu hafa verið mótaðir af siðum og venjum heimalandsins um byggingu híbýla sem annars og reynt eftir föngum að gera umhverfi sitt sem líkast því, er þeir áttu að venjast í heimahögum. Samkvæmt því hafa þeir landnámsmenn, sem komu frá Noregi, byggt eins og þeir áttu að venjast, og hinir, sem komu vestan um haf, hafa gert sér híbýli eins og þau gerðust í landinu, sem þeir fluttu úr. Þó er þetta ekki einhlítt, því að ýmsar ytri að- stæður ráða líka miklu, svo sem loftslag og byggingarefni þau, sem völ er á í hinu nýja landi, atvinnuhættir o. fl. Það verður að leita til Noregs og annarra heimalanda landnámsmanna til þess að fá vitneskju um þann grund- völl, sem byggt var á, er landnámið 'hófst. Um þróunina síðar meir, einkum byggingarfyrirkomulag á 13. öld, gefa fornbókmenntirnar nokkrar upplýsingar, sér í lagi Sturl- unga saga, sem er samtímaheimild; en einnig sumar Is- Saga — 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.