Saga - 1961, Blaðsíða 32
206
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Að baki Fróða stóð um þessar mundir frændi ritstjór-
ans, bóndinn Einar Ásmundsson í Nesi, en hann hafði átt
hlutdeild að því að semja ávarp neðri deildar til konungs
árið 1875. Árið 1879 skrifar hann ritgerð í Andvara, en
þar kemur ekki fram nein vísbending til þeirrar skoðunar,
sem virðist birtast í ávarpinu frá 1875, en þar er því gefið
undir fótinn, að alþingi gæti steypt stjórn. Hann krafðist
þess af einbeitni, að allir alþingismenn væru þjóðkjörnir
og alþingi kæmi árlega saman til funda. Samt sem áður
virðist það ekki hafa vakað fyrir honum að tryggja alþingi
gagngerð áhrif á stjórnina. Seta hins ábyrga ráðherra á
þingi var nauðsynleg til þess að koma á betri samskiptum
milli stjórnarvaldanna og löggjafarstarfið nýttist betur.
Alþingi þyrfti þá ekki að vaða lengur í villu og svíma um
það, hvaða afstöðu ráðherrann hefði til ýmissa mála, sem
tekin voru til meðferða. Einnig mundi hann kynnast bet-
ur skoðunum þjóðfulltrúanna. Samkvæmt skoðun Einars
Ásmundssonar áttu báðir aðilar að löggjafarvaldinu, kon-
ungsvaldið og þingið, að hafa jafnan rétt til þess að neita
að samþykkja lagafrumvörp. Hann virðist ekki hafa séð
neina nauðsyn þess að koma á málamiðlun milli þessara
valdhafa.1)
1 tíu ár, frá 1874 til 1884, birtist mjög fátt, sem er eftir-
tektarvert frá okkar sjónarmiði, um stjórnskipunarmál í
íslenzkum blöðum. Árið 1875 birti Norðanfari grein um
stjórnarskrána, og þar segir, — eins og greinin væri beint
áframhald af nafnlausa greinaflokknum frá 1871, — að
aldrei verði um neitt samstarf að ræða milli þings og ráð-
herra, meðan hann situr „blýfastur" í Kaupmannahöfn.
Af því stafar sú hætta, segir þar enn fremur, „að þetta
fyrirkomulag spilli þeirri einingu, sem þarf að vera milli
þings og stjórnar, ef vel á að fara, og að ráðgjafinn nái
eigi því trausti þings og þjóðar, sem honum er svo einkar
1) Andvari 1879, bls. 1 — 19, sérstaklega bls. 3 o. áfr., 6 o. áfr->
8, 9 o. áfr., 11—15, 17 og 18.