Saga - 1961, Blaðsíða 45
EFTIR ODD DIDRIKSEN
219
inginn átti að hafa úrslitavald í öllum málum nema lög-
gjafarmálum, en þau átti sérstakur ráðherra í Kaup-
mannahöfn að leggja fyrir konung til staðfestingar. Þessi
ráðherra átti að vera íslendingur eða a. m. k. hafa fullt
vald á íslenzku máli og sitja á alþingi til þess að „svara
til gjörða sinna“ og vinna að undirbúningi löggjafarinn-
ar.i)
Jón Sigurðsson krafðist ekki einungis stjórnarskrár-
breytinga, sem leiddu til þess, að ábyrgur ráðherra tæki
búsetu á íslandi. Breytingarnar áttu að leggja grunn að
þingræðisstjórn. Seta hins ábyrga ráðherra á alþingi, ár-
legir þingfundir1 2) og samþykkt ábyrgðarlaga3) taldi
1) Fróði 30/1 ’85.
2) Fróði 8/4 ’85: „Hvarvetna þar sem stjórnfrelsi og þingræði
er mnleitt, koma þingin saman á hverju ári . . .“
3) Hann segir, að ráðherraábyrgðin sé „tvenns konar eða tvö-
föld“, lagaleg og siðferðileg. „Lögbundna ábyrgðin er þar í fólgin,
að þegar ráðgjafi gerir sig sekan í broti á stjórnarskránni, þá er
hann fallinn til dóms og hegningar eftir ákvæðum þeirra laga, sem
þar um gilda og sem nefnast ábyrgðarlög. Siðferðilega ábyrgðin er
oakveðnari, því hún verður eigi takmörkuð eða einskorðuð með lög-
nm. Hún er eiginlega ekki annað en meðvitund eða tilfinning hvers
einstaks manns og þjóðfélagsins í heild sinni, um það sem er sæmi-
legt eða ósæmilegt, rétt og rangt í hverju einstöku tilfelli. Það er
óefað, að þar sem eðlilegt þjóðfrelsi og þingræði hefur náð að festa
rætur og er orðið inngróið og samvaxið réttarmeðvitund þjóðarinn-
ai ’ e'ns °S t. a. m. í Englandi — þarf eigi á lögbundinni stjórnar-
abyrgð að halda. Þar er siðferðilega ábyrgðin einhlít. Þess vegna
efur Englendingum heldur eigi dottið í hug að setja sér ábyrgðar-
°g • . . Meira að segja dettur engum enskum ráðgjafa í hug að sitja
egi lengur að völdum, ef hann hefur meiri hluta þings eða þjóðar
a móti sér. Svona er siðferðilega ábyrgðin rík í því landi.“ Norð-
wienn hafa hins vegar, heldur hann áfram, sett ábyrgðarlög, sem
omu að góðu haldi í fyrra, þegar þeir unnu hinn „glæsilegasta
sigur, sem stjórnfrelsis og þingræðisreglan hefur nokkru sinni unn-
• • ■ • Danir hafa ekki átt nein ábyrgðarlög, og þess vegna „fá
eir nú að kenna á því, þar sem stjórn þeirra hikar sér ekki við að
rJota grundvallarlögin hvað eftir annað og situr að völdum í trássi
V1 meginhluta þjóðarinnar”.