Saga - 1961, Blaðsíða 141
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA
315
gerir maður þá ráð fyrir, að þeir hafi gengið um sama
anddyri og verkmenn, þ. e. að karlaskáli og gestahús hafi
vitað út í sama anddyri, hið syðra. Og þangað veit líka
búrið.
1 stofu sváfu stundum vildarmenn. Og þess er getið
þarna á Flugumýri, að þeir höfðingjamir ræða saman í
litlustofu. Mætti hugsa sér þessar tvær stofur vita út í
sama anddyrið og þá hið nyrðra, og litlustofu byggða þvert
á aðalhús, þar sem hún brann ekki. Þá er eftir að koma
fyrir eldhúsi og klefa. Eldhúsið hefur staðið við hliðina á
litlustofu, það brann ekki heldur, gæti líka verið við hlið-
ina á skyrbúri, en verður ekki skorið úr um það af frásögn
Sturlungu. Klefi er svefnhús, en ekki auðgert að finna
honum stað af lýsingunni. Til samanburðar má taka lýs-
ingu á Sauðafelli. 1 Sauðafellsför 1229 er þessa getið:
„Ok er þeir bræðr Þórðr þóttust vita, at Sturla var eigi í
skálanum, gengu þeir í stofu með logbröndum ok rann-
sökuðu bæði klefana ok stofuna" (Sturl. I, 327. bls.) og til
skýringar segja þeir, sem sáu um útgáfuna 1946, að klefi
sé afþiljaður svefnklefi í stofuenda (Sturl. I, 565. bls.).
Á Flugumýri er klefinn hafður innar af litlustofu, og loks
er hafður gegnumgangur úr skála í eldhús á teikningunni
í Sturlunguútgáfunni 1946. Er þá komið hér fullskapað
langhús á einu mesta höfðingjasetri landsins á 13. öld.
Með því að fylgja eftir lýsingu Sturlungu á viðureigninni
á Flugumýri lið fyrir lið, kemur hún betur heim við lang-
húsaskipun en gangabæjarlag, þó að ýmsu skeiki þar líka,
enda frásögnin ekki miðuð við að lýsa húsaskipun á Flugu-
mýri.
Ef Gizuri er fylgt eftir á leið hans um húsin, eftir að
þau taka að brenna, þá fer hann fyrst í syðra anddyrið
til að leita sér útgöngu, en þegar honum hefur svalað,
hverfur hann frá því ráði. Leitar Gizur þá innar eftir hús-
um, þ. e. norður eftir skálanum og til bakhúsanna, og
kemur að litlustofudyrum og ætlar að leita þar út. Þetta
virðist mér örðugt að samræma teikningunni í Sturlungu