Saga - 1961, Blaðsíða 163
TRÚ Á HRJÓSTURVÍDD OG ÚTILEGUMENN 337
Bjarnason, 1888) — man ég hærukarla verjast, sem fæðzt
höfðu á einveldisdögum Friðriks konungs 6., og varð þeim
eigi bilt, þótt smástöðvanir gerðust á framförum; þeir
trúðu á þær samfara varðveizlu sauðbændatrúar sinnar.
Þrjá vil ég nefna, sem voru skjótráðir búferlamenn í skapi
°S hugsuðu bæði um víðátturnar heima og í Ameríku:
Hjálmar Helgason (1833—1916) á Grenjaðarstöðum, áð-
Ur í Neslöndum og víðar, Jakob Hálfdanarson (1836—
1919), sem alizt hafði til tvítugs í Brenniási í fásinni
Fljótsheiðar, og Sigurð Guðmundsson (1832—1928) í
Skörðum, sem upprunninn var frá Litluströnd, hafði
1864—71, á skeiðinu fyrir Ameríkuflóttann, búið á af-
réttarnýbýlum, fyrst á Hlíðarhaga á Austurfjöllum 25 km
Irá Reykjahlíð og síðan á Þeystareykjum og heppnazt bú-
skapur, en er um rýmdist, var hann 1874—1908 á fjöl-
mörgum kirkjujörðum Grenjaðarstaða til skiptis. Tveim
kynntist ég af tíðum viðræðum þeirra við ömmu mína, en
Sigurði seinna í næturgistingu. Þótt menntum, geðríki og
hlutverkum Mývetninga þessara væri að öðru svo ólíkt
farið sem rúmaðist innan samstillts sveitarfélags,1) bjó
1 þeim stinningsmóður allt til grafar og tjáðu engar mót-
árur gegn því, sem var þeim orðið löngu kært.
Hálfri öld eftir Sveinagjárgosið á afréttinni 1875 var sá
armur Sigurði ferskur og nýr, hve gott land fór þá undir
raun, og taldi jörð eigi þurfa að reynast arðminni 400 m
yHr sjó en í lágsveitum og færði rök að. 1 sjónleysi tíræðis-
u durs fóru Austurfjöll að leiftra æ skærar í innri sjón,
Ulandi höndin hnykkti honum upp með rammlegu átaki
1 fatlann yfir rúminu, svo að réttur í seti mætti hann
vessa brún yfir öræfin sín. Þar höfðu sporin verið létt,
aldrei var villzt í vegleysuferðum hans í stórhríð né
Preytzt á að leggja saman nótt og dag í frumbýlingsönn-
Um a® v°ri, þangað vildi hann dauður, — „ef ég hef frelsi
°£ ástæður til“. I orðtaki Sigurðar: frelsi og ástæður til