Saga - 1961, Blaðsíða 30
204
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Með þessum ávörpum og fyrirspurnum hafði alþingi
bent á leið í stjórnskipunarmálinu, sem gat virzt fær. Hún
var í því fólgin að reyna að koma í framkvæmd þeim
ákvæðum stjórnarskrárinnar, sem mæltu svo fyrir, að ís-
land hefði löggjöf og stjórn út af fyrir sig, og þar stóð
ekkert, sem mælti beinlínis gegn því, að landið gæti fengið
sérstakan ráðherra. I Andvara 1877 gerist Sigurður Jóns-
son, fóstursonur Jóns Sigurðssonar, ákveðinn talsmaður
slíkrar stjórnarstefnu.1) Alþingi var hins vegar í litlum
baráttuhug. Það skeytti engu um greinina í Andvara og
tillögu í blaði þess efnis, að alþingi ætti að reyna að fá ráð-
herrann dæmdan fyrir stjórnarskrárbrot sökum meðferðar
íslenzkra mála í danska ríkisráðinu,2) og alþingi 1877 og
1879 gerði ekkert í stjórnskipunarmálinu.
Af blöðum er helzt að ráða, að meiri áhugi á stjórn-
skipunarmálinu -hafi ríkt á Norður- en Suðurlandi um
þessar mundir. Reykjavíkurblaðið Þjóðólfur, undir rit-
stjórn Matthíasar Jochumssonar frá 1874 til 1880, var
pólitískt dauður3) og vaknaði fyrst af dvalanum, þegar
Jón Ólafsson tók við ritstjórninni árið 1882. Blaðið Vík-
verji datt upp fyrir haustið 1874, en í staðinn hóf Isafold
göngu sína undir ritstjórn Björns Jónssonar. Isafold, sem
síðar varð áhrifamikið blað í íslenzkum stjórnmálum, lét
sig stjórnskipunarmálin nær engu skipta fyrstu árin.
Blaðið studdi að vísu gagnrýni alþingis á stöðu íslands-
ráðherrans,4) en kosningavorið 1880 virðist það á engan
hátt vera áfram um endurskoðun stjórnarskrárinnar og
lætur sér nægja að ráðleggja alþingi að lögtaka ábyrgðar-
lög, sem sniðin væru eftir norskum lögum um sama efni
1) Andvari 1877, bls. 63 o. áfr.
2) Norðlingur 22/2 ’77.
3) Matthías Jochumsson snerist árið 1874 öndverður gegn því að
halda áfram stjómarskrárbaráttunni og lýsti yfir því, að hann vildi
vinna að samstarfi við stjómina um framfarir í landinu. (Sjá grein-
ina „Andvari og stjórnarskráin", Þjóðólfur 2/11 ’74.)
4) ísafold 17/3 ’76.