Saga - 1961, Blaðsíða 96
270
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
stjórnarskrárbreytingin yrði samþykkt óbreytt af auka-
þinginu, kom Jón ólafsson ekki fram með neinar breyt-
ingartillögur 1886. Samt sem áður var óttinn við íslenzka
„bráðabirgðastefnu" (,,provisorisme“) svo mikill, að í
frumvarpið til ábyrgðarlaga á aukaþinginu voru sett
ströng ákvæði, sem miðuðu að því að girða fyrir, að heim-
ild stjórnarskrárinnar til útgáfu bráðabirgðalaga yrði
beitt á svipaðan hátt og Estrups-stjórnin gerði í Dan-
mörku. Sjötta grein ábyrgðarlaganna virðist þó ekki úti-
loka þann möguleika, að stjórnin gefi út bráðabirgðafjár-
lög, ef alþingi neiti að afgreiða fjárlög á venjulegan hátt.
Af þessum sökum mun það sprottið, að Jón Ólafsson og
skoðanabræður hans vildu ekki láta sér nægja ákvæðin í
6. grein ábyrgðarlaganna. Reynsla Dana virðist hafa sýnt
þeim, að fjárlagasynjun hafði því aðeins úrslitaáhrif í
þingræðisbaráttunni, ef skýr ákvæði gegn bráðabirgða-
fjárlögum voru í stjórnarskránni. Eftir aukaþingið 1886
kom Skúli Thoroddsen, mótaður af stjórnarskrárbarátt-
unni í Danmörku, fram sem eindreginn stuðningsmaður
kröfunnar um bann við bráðabirgðafjárlögum, og af hálfu
Þjóðliðsins var einnig krafizt breytinga á stjórnarskrár-
frumvarpinu, og miðuðu þær að því að tryggja alþingi úr-
slitavöld.
Á alþingi 1887 var staða Benedikts Sveinssonar ekki
jafnsterk og áður sökum sundrungar í liði hinna þjóð-
kjörnu. Var honum því nauðugur einn kostur að taka tillit
til þeirrar andstöðu, sem Jón ólafsson hélt uppi. Jón hefur
sennilega átt Pál Briem að eindregnustum stuðnings-
manni, en hann lauk lögfræðiprófi sínu í Kaupmannahöfn
um svipaðar mundir og Skúli Thoroddsen, og séra Sigurð
Stefánsson, sem var nánasti samstarfsmaður Skúla við út-
gáfu Þjóðviljans.
Árið 1887 var þingræðiskrafan komin á traustan grund-
völl á Islandi og bersýnilegt, að hjá henni yrði ekki sneitt
í áframhaldandi baráttu íslendinga fyrir endurskoðun
st jómarskrárinnar.