Saga - 1961, Blaðsíða 43
EFTIR ODD DIDRIKSEN
217
að völdum, þótt hann sé í andstöðu við meiri hluta á al-
þingi. Fyrst þegar ágreiningurinn milli ráðherra og þings
hafði haldizt „að nokkrum staðaldri“, þá átti ráðherrann
að vera neyddur til þess að biðja um lausn.
„Ið íslenzka þjóðfrelsisfélag“ var stofnað á fundi í
Reykjavík 12. október 1884. Félagslög voru samþykkt og
stjórn kjörin, og formaður hennar var Jón Ólafsson. Fé-
lagið átti að „styðja og efla sjálfsforræði íslands, vekja
alþýðu manna til hluttekningar í þjóðmálum og auka al-
menna stjórnfræðilega þekkingu landsmanna“, með grein-
um og fyrirlestrum og á annan löglegan hátt. Félagið hugð-
ist gefa út tímarit og senda fyrirlesara um landið. Sam-
kvæmt frásögn Suðra, sem var á engan hátt velviljaður
félaginu, voru 30 manns á stofnfundinum. Stjórnina skip-
uðu auk ritstjóranna Jóns Ólafssonar og Valdimars Ás-
rtiundssonar einn bóksali og tveir kaupmenn. í „ávarpi til
íslendinga" segir m. a.: „ . . . löggjafarvald þingsins er að
svo litlu haft, að þingið er varla metið til annars hæft en
að vera jábróðir ráðgjafastjórnarinnar . . .“, og „ . . . ráð-
gjafinn og ráðgjafar hans eru að gjörast allt, en alþingið
að verða að engu . . .“.1)
Félagið hóf útgáfu „Lagasafns handa alþýðu“, en að
öðru leyti sést ekki, að neitt hafi orðið úr fyrirhuguðum
áformum þess.2) Það hefur auðsæilega varla lifað af
skírnarathöfnina.
Um sömu mundir urðu til stjórnmálasamtök norður í
Þingeyjarsýslu. Þann 1. des. 1884 var þar stofnað „Þjóð-
lið íslendinga".3) Foringi þess var Jón Sigurðsson frá
Gautlöndum, en Pétur sonur hans og Jón Jónsson í Múla
eru taldir hafa verið athafnasamastir við félagsstörfin.4)
1) Þjóðólfur 18/10 ’84, Suðri 25/10 ’84, Fréttir frá íslandi 1884,
bls. 13.
2) Sbr. Fréttir frá íslandi 1885, bls. 62.
2) Þjóðólfur 4/6 ’86.
4) Magnús Jónsson: Landshófðingjatímabilið, Saga íslendinga
4X, 1 (Reykjavík 1957), bls. 68.