Saga - 1961, Blaðsíða 88
262
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
greiðslu, en á þann hátt héldu lögin gildi sínu, þótt alþingi
væri þeim mótfallið. Með hinu nýja ákvæði í 33. grein
fengu áköfustu forvígismenn þingræðisins uppfylltar þær
óskir sínar, að bráðabirgðafjárlög væru bönnuð.
Nefndin, sem fékk frumvarpið til meðferðar í neðri
deild, var skipuð flutningsmönnum nema Jóni Jónssyni,
og auk þeirra þeim Þorleifi Jónssyni, Lárusi Halldórssyni
og Árna Jónssyni. Hún gerði ekkert veður út af breyting-
unum. Hún gat þess í einróma áliti sínu, að frumvarpið
væri nær óbreytt frá því sem var samþykkt 1885 og 1886,
þótt nokkrar breytingar hefðu verið gerðar, sem hvorki
röskuðu né breyttu „meginsetningum frumvarpsins", en
miðuðu að því að gjöra þær „ljósari, ákveðnari og sjálf-
um sér samkvæmari".1)
Við umræður um málið var lítið fjallað um breyting-
arnar. Landshöfðingi sagði að vísu, að frumvarpið hefði
orðið fyrir verulegum breytingum, sem miðuðu ekki að því
„að nálgast vilja konungsins", heldur þvert á móti.2) Hann
vék ekki nánar að hinum nýju ákvæðum. Aðalrök minni
hlutans gegn samþykkt frumvarpsins voru, að eins og
sakir stæðu, væri það ekki ómaksins vert að leggja neitt
stjórnarskrárfrumvarp fyrir ríkisstjórnina. Eini árang-
urinn af því yrði kostnaður við nýtt aukaþing, en það væri
óafsakanlegt að efna til slíkra útgjalda í því hallæri, sem
þá ríkti. Við atkvæðagreiðslur um einstakar greinar eftir
aðra umræðu var 17. gr. samþykkt með 20 atkvæðum og
33. gr. samþykkt með 18 mótatkvæðalaust.3)
Við aðra umræðu fórust Benedikt Sveinssyni þannig
orð um breytingarnar á 17. gr.: „Menn verða að fyrir-
gefa, þótt vér lítum hornauga til nágranna vorra og
frænda í Danmörku, og þótt vér viljum fyrir fram forðast
þau sker, sem þeir hafa svo hraparlega strandað á.“ U111
1) Alþt. 1887 C, bls. 203 o. áfr.
2) Sama B, sp. 357.
3) Sama, sp. 487—557; sbr. B. Þórðarson, bls. 45.