Saga - 1961, Blaðsíða 74
248 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
ræðislega ábyrg. En hann notaði enn athyglisverðara orð
í þessum umræðum. Hann vakti athygli á því, að frum-
varpið væri sniðið eftir norsku ábyrgðarlögunum og hann
gæti ekki ímyndað sér, að neinn gæti staðhæft, að ábyrgð-
arlögin væru of ströng, því að menn yrðu að minnast þess,
að ráðherra þyrfti aldrei að brjóta þessi lög, „ef hann bara
er svo skapi farinn, að hann vilji vinna saman við þjóð
vora og þing; en í því tilfelli, að hann vilji eiga í stríði og
baráttu við þjóðþing vort, þá er rétt að beita hörðu . . .“.1)
Hann drap enn fremur á „sterkar mótbárur", sem komið
hefðu fram gegn hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, af því
að hún veitti enga tryggingu gegn því, að heimild hennar
til útgáfu bráðabirgðalaga yrði ekki beitt til þess að gefa
út bráðabirgðafjárlög. Hann sagði, að 1885 hefði það ver-
ið álitið ónauðsynlegt, af því að stjórnarskráin hefði að
geyma ákvæði um sameinað alþingi, og það mundi vera
nægileg trygging fyrir því, að stjórninni gæfist ekki kost-
ur á að grípa til bráðabirgðafjárlaga. „. . . það er sjálf-
sagt nægilegt, þegar eigi er gert ráð fyrir stjórn, sem vilji
ganga svo langt sem henni er frekast unnt til þess að mis-
bjóða lögskipuðu þingræði; 2) vilji hún gera það, þá mun
verða allt annað ofan á; þá þurfum vér eigi annað en að
líta skammt í burtu til þess að finna dæmi, að menn kunni
máske að hafa séð úrræði til að misbrúka svo lög, að þessi
trygging yrði eigi nægileg, og þess vegna höfum vér tekið
ákvarðanir þessu viðvíkjandi í 6. gr. frv. þessa.“ 3)
Ákvæði stjórnarskrárinnar um sameinað þing höfðu
einungis að geyma, eins og Benedikt Sveinsson benti á,
tryggingu fyrir því, að alþingi gæti orðið ásátt um fjár-
lög. En stjórnin gæti á sama hátt og í Danmörku komið
í veg fyrir, að alþingi fjallaði endanlega um fjárlögin, með
því að leysa þingið upp og þannig skapað forsendur fyrir
1) Alþt. 1886 B, sp. 174.
2) Skáletrun mín.
3) Alþt. 1886 B, sp. 174 o. áfr.