Saga


Saga - 1961, Side 74

Saga - 1961, Side 74
248 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI ræðislega ábyrg. En hann notaði enn athyglisverðara orð í þessum umræðum. Hann vakti athygli á því, að frum- varpið væri sniðið eftir norsku ábyrgðarlögunum og hann gæti ekki ímyndað sér, að neinn gæti staðhæft, að ábyrgð- arlögin væru of ströng, því að menn yrðu að minnast þess, að ráðherra þyrfti aldrei að brjóta þessi lög, „ef hann bara er svo skapi farinn, að hann vilji vinna saman við þjóð vora og þing; en í því tilfelli, að hann vilji eiga í stríði og baráttu við þjóðþing vort, þá er rétt að beita hörðu . . .“.1) Hann drap enn fremur á „sterkar mótbárur", sem komið hefðu fram gegn hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, af því að hún veitti enga tryggingu gegn því, að heimild hennar til útgáfu bráðabirgðalaga yrði ekki beitt til þess að gefa út bráðabirgðafjárlög. Hann sagði, að 1885 hefði það ver- ið álitið ónauðsynlegt, af því að stjórnarskráin hefði að geyma ákvæði um sameinað alþingi, og það mundi vera nægileg trygging fyrir því, að stjórninni gæfist ekki kost- ur á að grípa til bráðabirgðafjárlaga. „. . . það er sjálf- sagt nægilegt, þegar eigi er gert ráð fyrir stjórn, sem vilji ganga svo langt sem henni er frekast unnt til þess að mis- bjóða lögskipuðu þingræði; 2) vilji hún gera það, þá mun verða allt annað ofan á; þá þurfum vér eigi annað en að líta skammt í burtu til þess að finna dæmi, að menn kunni máske að hafa séð úrræði til að misbrúka svo lög, að þessi trygging yrði eigi nægileg, og þess vegna höfum vér tekið ákvarðanir þessu viðvíkjandi í 6. gr. frv. þessa.“ 3) Ákvæði stjórnarskrárinnar um sameinað þing höfðu einungis að geyma, eins og Benedikt Sveinsson benti á, tryggingu fyrir því, að alþingi gæti orðið ásátt um fjár- lög. En stjórnin gæti á sama hátt og í Danmörku komið í veg fyrir, að alþingi fjallaði endanlega um fjárlögin, með því að leysa þingið upp og þannig skapað forsendur fyrir 1) Alþt. 1886 B, sp. 174. 2) Skáletrun mín. 3) Alþt. 1886 B, sp. 174 o. áfr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.