Saga - 1961, Blaðsíða 135
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA 309
bæjarústum á Grænlandi, og hefur Aage Roussell skrifað
doktorsritgerð um húsaskipun hinna fornu Grænlendinga
(Farms and churches . . Kbh. 1941). Hann segir, að
þróunin á Grænlandi hafi orðið þannig, að fyrstu útflytj-
endurnir frá íslandi hafi reist einfalda skála, eitt eða
fleiri hús, með útidyrum á framhlið nær gafli, eins og
tíðkaðist hér. Síðar færa Grænlendingar dyrnar á mitt
hús og gera þar anddyri inn af til hlífðar gegn kuldanum
(sams konar skipulag og í Stöng). Þá byggja þeir við-
bótarhús aftur af anddyrinu og til beggja handa, og lengja
göngin og fá þannig það bæjarskipulag, sem síðar tíðkað-
ist á íslandi, gangabæinn. Enn harðnar í ári hjá græn-
lenzkum, og þeir byggja bæ, sem Aage Roussell kallar
„centralized house“, en Kristján Eldjárn kallar fjósbæ,
mörg hús í þyrpingu, mannahús, gripahús, skemmur o. s.
frv. og fjósið stundum í miðju. I þessu húsi eru engin
göng sem aðalsamgönguæð, heldur verður að ganga úr
einu húsi í annað, og er leiðin allkrókótt stundum. Þessa
gerð húsa telur Roussell lokastigið í stríði Grænlendinga
við kuldann. Kristján Eldjárn samþykkir það í ritdómi
um verk Roussells (Skírnir 1946, 218. bls.).
Óefað ber fjósbærinn vott um harðnandi lífsbaráttu,
kaldara veðurfar, því að með honum er stefnt að því að
þurfa sem minnst að fara út fyrir dyr, þar sem manna-
hús, peningshús og forðahús eru öll höfð undir sama þaki
og innangengt í öll. En fyrir leikmannsaugum virðist þessi
bæjargerð frumstæðari gangabænum. Skal nú bent á
nokkur atriði þeirri tilgátu til stuðnings, að fjósbærinn
sé lokastigið á þeim slóðum aðeins, þar sem hann hefur
fundizt, þ. e. næst Grænlandsjöklinum, en hann sé ekki
síðasta þróunarstig í bæjargerð Grænlendinga, heldur
gangabærinn eins og á Islandi.
Fjósbærinn einkennist af skipulagsleysi, herbergjaskip-
un er ákaflega óregluleg, svo að stundum er bærinn eins
°g völundarhús og húsafjöldinn á bæ allt upp í 23 hús.
Hið þroskaðra stig, ganginn þvert í gegnum húsin til að