Saga - 1961, Blaðsíða 21
EFTIR ODD DIDRIKSEN
195
að alþingi gæti ekki fallið frá.1) Síðan átti það að vera
hlutverk fólksins „að fylla út þetta schema, sem grund-
vallarlögin gefa“, eins og hann komst að orði 1850. Reynsl-
an átti að skera úr um það, hvort ábyrgðin yrði eingöngu
ákveðin með lögum, juridísk eða lögbundin ábyrgð, eða
hún hvíldi einnig á hefðarrétti, yrði pólitískt siðferðisleg
eða þingræðisábyrgð. Á því leikur enginn vafi, að Jón Sig-
urðsson hefur sjálfur óskað, að gangur málanna leiddi til
þingræðisstjórnar, svo ríkar voru þingræðishugmyndirnar
í stjórnmálastefnu hans allt frá því á 5. tug aldarinnar.
Annað mál er það, hvort hann taldi þingræðisstjórn vænt-
anlega á grundvelli þeirra stjórnarskrárfrumvarpa, sem
alþingi samþykkti 1867, 1869 og 1871. Það er vafasamara.
Hve mjög sem það var honum móti skapi, þá gat hann
hugsað sér regluna um valdaskiptinguna (maktfordelings-
prinsippet) framkvæmda með þeirri skipan, sem þar um
ræðir.
Við lok 7. tugs 19. aldar hætti Jón Sigurðsson, sem fyrr
segir, að ræða valdaskiptinguna milli alþingis og ríkis-
stjórnarinnar. Forsenda þess er sennilega að verulegu
leyti fólgin í því, að spurningin um ráðherraábyrgðina
varð ekki skilin frá aðaldeilumálinu: sjálfstjórn íslands.2)
Islendingar gátu einungis vænzt þess, að stjórnarforysta
landsins yrði búsett í Reykjavík, ef landstjórnin yrði ábyrg
fyrir alþingi. Spurningin um ábyrgð ráðherranna hafði
því úrslitaáhrif á samband Islands og Danmerkur, og
raunhæft gildi ráðherraábyrgðarinnar 1 samskiptum
stjórnar og þings féll í skugga sambandsmálsins.
1) Sbr. bréf 15/4 ’69 til Jóns Guðmundssonar:.þjóðstjórn
án ábyrgðar — að minnsta kosti á pappírnum — er nonsens, þess-
vegna megum við til að urgera ábyrgð landstjórnarinnar, bæði á
íslandi og hér [þ. e. í Kaupmannahöfn] fyrir alþingi." Bréf J. S.
1911, bls. 469.
2) Sbr. Ný félagsrit 1870, bls. 21, og bréf 16/5 ’68 til Jóns Pét-
urssonar „Hún [þ. e. stjórnin] vill hafa ráðgjafastjórnina hér [þ. e.
í Kaupmannahöfn] og altso þar með eyðileggja okkar ,,lokal“
stjórn." Bréf J. S. 1933, bls. 89-90.