Saga - 1961, Blaðsíða 25
EFTIR ODD DIDRIKSEN
199
Hjá þeim báðum er siðferðilega ábyrgðin fremur óskýrt
hugtak. Þeir munu báðir hafa álitið, að ráðherra, sem
gæti ekki náð traustri samvinnu við alþingi, yrði fyrr eða
síðar að segja af sér. En frá þeirra bæjardyrum séð, hvíldu
forsendur slíks samstarfs ekki á víðtækri pólitískri ein-
drægni, heldur væri hið gagnkvæma traust milli þings og
stjórnar komið undir persónulegum gáfum og kostum ráð-
herrans.* 1) Eins og stjómmálum Islands var háttað um
þessar mundir, er þess e. t. v. ekki heldur að vænta, að
menn komi þar fram með skýrari pólitískar kröfur í þessu
máli. Islendingar höfðu ekki enn þá öðlast þá stjórnar-
skrá, sem þeir börðust fyrir, og samfélag þeirra skorti því
nauðsynlegar stofnanir fyrir þingræðisstjórn. Frumfor-
sendur þingræðis eftir enskri fyrirmynd, skýrt mótaðar
pólitískar skoðanir og glöggar flokkspólitískar línur, voru
ekki heldur til í landi þeirra.
Islendingar féllu aldrei frá kröfunni um sjálfstæða, inn-
lenda stjórn, sem væri ábyrg fyrir alþingi, ekki heldur á
alþingi 1873, en þar var eins og kunnugt er komið á mála-
miðlun, sem opnaði konungi leið til þess að gefa af „frjálsu
stjórnin eigi verið heilbrigð; en til þess að stjórnin geti unnið sam-
an við hið löggefandi þing, verður hún að vera innlend 1 fyllsta
skilningi, því annars verður hún öfug og óholl, en til þess að stjórn-
in sé innlend að fullu og öllu, hljóta þeir, sem hafa á hendi hið æðsta
stjórnarvald, að hafa ábyrgð fyrir alþingi; ég verð því að halda
fast fram uppástungum meiri hluta nefndarinnar . . .“ (sama, bls.
778 o. áfr.). f svipaða átt hafa gengið skoðanir flestra, sem fylgdu
áliti meiri hlutans (sbr. ummæli Davíðs Guðmundssonar og Sig-
urðar Gunnarssonar, sem viðurkenna, að þeir hafi ekki skýran
skilning á gildi ábyrgðarinnar (sama, bls. 768 og 794)).
1) Sbr. ræðu Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum, þar sem hann
talar nánar um þær „hvatir", sem áttu að vera hreyfiafl þessarar
samvinnu: Þær væru „innri hvatir“ eins og „góð samvizka og sóma-
tilfinning" og „ytri“ hvatir eins og „löngun og nauðsyn á, að afla
ser hylli og virðingar hjá meðbræðrum sínum, metorðagirnd, ábata-
von o, fl.“ (Alþt. 1871 I, bls. 727 o. áfr.).