Saga - 1961, Blaðsíða 63
EFTIR ODD DIDRIKSEN
237
Það er eftirtektarvert, að þrátt fyrir þennan ágreining
varð landshöfðinginn einn til þess að tala á móti frum-
varpinu í efri deild. Einungis einn hinna konungkjörnu,
Hallgrímur Sveinsson, tók til máls, og ræðu hans lauk með
því, að hann játaði frumvarpinu stuðningi sínum.1) Lands-
höfðinginn endurtók þá yfirlýsingu sína um það, að frum-
varpið næði aldrei samþykki konungs,2) og hélt því einnig
fram, að vald alþingis mundi ekki vaxa, þótt frumvarpið
yrði að lögum; hins vegar miðaði frumvarpið að skilnaði
við Danmörku.3) Þessu svaraði Skúli Þorvarðarson, að það
gæti verið rétt beint á litið, að „frelsi“ alþingis yrði ekki
miklu meira með þessu frumvarpi, en hann hefði samt sem
áður „þá von og trú, að ef stjórnarbreyting sú, sem þetta
frumvarp fer fram á, kæmist á, nfl. að öll stjórn verði inn-
lend . . ., þá vinnist það, að bæði alþingi og stjórn vinni
eftirleiðis saman með meiri eindrægni og meiri áhuga og
ttæiri sameinuðum kröftum en hingað til . . ., og það er
von mín, að slík samvinna yrði til að efla hvers kyns heilla-
vænlegar framfarir í landinu . . .“.4)
Prumvarpið var samþykkt með sjö atkvæðum móti einu
°g sent aftur neðri deild sökum breytinga, sem gerðar
voru.5)
Þegar frumvarpið kom aftur til neðri deildar í lok þing-
tímans, gerði Tryggvi Gunnarsson í langri ræðu grein
fyrir því, að hann mundi nú greiða atkvæði á móti því.
Hann vildi ekki stuðla að því að „færa inn í landið aftur
konungs- eða landsstj óraeinveldi", en hann vildi hafa „sem
kröftugasta þingstjórn í landinu og færa það sem næst
bví, að þingið sé húsbóndinn á þjóðbúinu“. í Danmörku
Væri eins og sakir stæðu stjórnin sterk, en þingið veikt, en
í Englandi væri þessu annan veg farið, „því hún [þ. e.
1) Alþt. 1885 A, sp. 489—496; sbr. B. Þórðarson, bls. 33.
2) Sama, sp. 361 o. áfr.