Saga - 1961, Blaðsíða 137
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA
311
landi eru vetur miklu kaldari en á Islandi, en sumur nokk-
uð lík, sumir dagar á Grænlandi geta jafnvel verið heitari
en á Islandi. Hinu sama verður að gera ráð fyrir á tímum
hinna fornu Grænlendinga, þó að Ivar Bárðarson haldi
því fram í Grænlandslýsingu sinni, að kaldara sé á Islandi
og í Noregi en á Grænlandi (Det gamle Gr0nlands Be-
skrivelse af Ivar Bárðarson, 31. bls.). A. m. k. verður mað-
ur að taka því með gát, því að ívar semur lýsingu sína
einhvern tíma á síðari hluta 14. aldar og þá langt um liðið,
síðan hann var ráðsmaður í Görðum á Grænlandi.
Með hliðsjón af þessum staðreyndum hafa menn spurt:
Hvenær kom gangabærinn á Grænlandi? Fundu Grænlend-
ingar hann upp eða fengu þeir hugmyndina frá Islend-
ingum?
Aage Roussell vill gefa Grænlendingum dýrðina, þegar
um þróun húsaskipunar er að ræða. Hann telur þá hafa
fundið upp gangabæinn og íslendingar hafi lært af þeim
að byggja hús sín í samræmi við loftslagið og aðrar að-
stæður (Nordisk Kultur XVII, Bygningskultur, 27. og
129. bls., Farms and churches, 242. bls. o. v.). Kristján
Eldjárn telur Grænlendinga hafa fundið upp gangabæinn,
en vegna líkra staðhátta í löndunum hafi Islendingar kom-
izt upp á sams konar skipulag, þ. e., að gangabæir á Is-
landi og Grænlandi séu afleiðing hliðstæðrar þróunar.
Grænlendingar verði fyrri að marki, vegna þess að veður-
farið knýr þar fastar á um breytingu (Gengið á reka,
134.—135. bls., Skírnir 1946, 219. bls.). Aage Roussell
hafði hins vegar talið slíkt mjög ólíklegt „as a construc-
tional form so characteristic as this can hardly have ori-
ginated independently in two neighbouring countries"
(Farms and churches, 212. bls.), og tel ég hann hafa nokk-
uð til síns máls.
Hvorki Kristján Eldjárn né Roussell færa rök fyrir
sínu máli um upphaflegt heimkynni gangabæjarins, en
Roussell bendir á, að gangabær frá fyrri tímum hafi ekki