Saga - 1961, Blaðsíða 132
306
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
lendingasagnanna. Þó að þær fjalli um sögualdarviðburði,
þá má ætla, að lýsingar á húsakynnum séu nær ritunar-
tíma sagnanna en söguöld.
Byggingarfyrirkomulag í nágrannalöndunum.
Alls staðar á Norðurlöndum og fyrir vestan haf voru
vistarverurnar með svokölluðu langhúsasniði, ferhymd
hús og öll á lengdina, með veggjum sveigðum út um miðju,
en það sérkenni er talið frá þjóðflutningatímabilinu.
Frumstæðasta gerð þessara langhúsa er óskiptur skáli,
þar sem fólkið situr kringum eld í öðrum enda hans, en
nautgripirnir hafast við í hinum endanum, líklegast án
þess að nokkurt skilrúm sé á milli. Veggir eru 1-2 m á
þykkt, hlykkjóttir og óvandaðir, gaflar bogadregnir og
þakið líklega gaflsneitt torfþak. Ljóri á þekju hleypti út
reyk, en inn birtu; það var eina birtan í húsinu nema um
dyr.
Þetta byggingarsnið fluttu útflytjendurnir með sér vest-
ur um haf, því að af rústum á eyjunum má ráða, að það
hefur verið við iýði allan landnámstímann. Talsvert hefur
verið grafið upp af húsarústum frá tímabilinu fyrir vík-
ingaöld, t. d. í Suðvestur-Noregi, en þaðan komu margir
íslenzku landnámsmennimir, og sýna sumar elztu húsa-
tóftirnar mjög stórar byggingar, allt upp í 62,5 m á lengd.
En eftir því sem nær dregur víkingaöld, minnka þessi hús,
og þau fáu hús, sem tímasett verða á víkingaöld og fyrst
á miðöldum, eru lítil og vesöl. Bendir það á vaxandi fátækt
íbúanna, og gæti hún hafa átt sinn þátt í útflutningnum
til íslands (Forntida gárdar i Island, 194.—195. bls.).
Síðar var langhúsunum skipt í 2-3 herbergi eða hús
með þverveggjum úr torfi og grjóti eða timburþiljum, þar
sem svo hentaði. Þá verður þróunin með ýmsu móti í hin-
um mismunandi löndum og landshlutum eftir loftslagi og
lífsskilyrðum.