Saga - 1961, Blaðsíða 119
FORNUBÚÐIR
293
inn hefur eyðzt um allt að 10 metra. Eyðing þessi gat vel
orðið jöfn, um 20 metrar á öld eða 200 til 220 metrar frá
því á landnámsöld til þessa dags. Þetta er ekki lítið land,
ef mælt er sunnan frá Gjögrum inn með Víkum, kringum
Höfðann og inn eftir öllum Granda. Myndi okkur bregða
í brún, ef land þetta allt væri risið úr sjó einhvern morg-
uninn, þegar við risum úr rekkju.
Eyðing þessi eða landbrot hefur ekki gerzt í snöggum
stökkum. Heldur hefur það verið að gerast dag hvern, ár
hvert og öld. Komið hefur þó fyrir, að stórar spildur hafa
brotnað upp í aftaka veðrum. Landbrot þetta hefur valdið
því, að jarðarafgjöld af Hvaleyri hafa farið lækkandi,
eftir því sem aldir runnu.
Á nokkrum stöðum í annálum er getið um, að landbrot
hafi orðið á Hvaleyri. Setbergsannáll, sem skráður er um
og eftir aldamótin 1700, getur þess á tveimur stöðum. Eru
þær frásagnir á þessa leið.
1231: „Hrundi hjáleiga ein til grunna syöra hjá Hval-
eyri af sjávargangi og varð aldrei síðan byggð, því sjór
braut tún.“
1365: „Kom mikið vestanveður með stórflóði um vetur-
nætur syðra,“ og gjörði mikið landbrot á Álftanesi, svo
tók af bæ einn, en fólk hélt lífi. Þar er nú eyðisker í sjón-
um fyrir framan (e. t. v. Valhús). „í sama veðri braut
UPP aðra jörð í sömu sveit, Hvaleyri, með sandfjúki og
sjávargangi."
Fyrir þessum sögnum Setbergsannáls eru ekki sagðar
staðgóðar heimildir, enda einn annála til frásagnar. Þó
Vfikur orðalagið nokkurn grun um, að höfundurinn hafi
stuðzt við skrifaðar heimildir, þar sem segir við árið 1231
sVÖra hjá Hvaleyri og 1365 syðra. Höfundur Setbergsann-
als> Gísli bóndi Þorkelsson á Setbergi við Hafnarfjörð,
hefði varla farið að orða þetta þannig, hefði hann ekki
haft fyrir sér annála og tekið orðið syðra upp eftir þeim.
Þó komið gæti til greina, að hann hafi einnig stuðzt við
ttRinnlega geymd, hefði ártölunum varla verið haldið svo