Saga - 1961, Blaðsíða 127
ATHUGASEMD UM ARONS SÖGU
301
Laxdæla saga getur þess, að Þorsteinn Kuggason hafi
átt Þorfinnu Vermundardóttur, en þó er ekki neins staðar
minnzt á, að þeim hafi orðið barna auðið. Eina ættin, sem
rakin verði til Vermundar, er því frá Hallgerði, dóttur
hans. Hlýtur því sú spurning að vakna, hvort þeim Brandi
Gíslasyni og Brandi Vermundarsyni sé ekki á einhvern
hátt ruglað saman í Arons sögu, fremur en þeim Brandi
örva og Brandi Þórhaddssyni. Mætti hugsa sér, að skyld-
leiki Hjörleifs Gilssonar og Brands örva hafi verið
þannig:
Vermundur mjóvi
Hallgerður Brandur örvi
Brandur Gíslason
Guðmundur prestur Halldór
I I
Magnús prestur Yngvildur
I
Hjörleifur Gilsson
Sé þessi tilgáta rétt, ætti kaflinn, sem tilfærður var hér
að framan úr Arons sögu, að hljóða á þessa lund:
Yngvildur hét móðir Hjörleifs og var Halldórs dóttir,
Brandssonar, (systursonar Brands) ins örva, er bæði var
víðfrægur utanlands og innan.
Hafi frumritið verið þannig, er auðskilið, hvernig breyt-
ingin hefur orðið í uppskriftum. Orðin „Brands“ og „son-
ar ‘ eru tvítekin með stuttu millibili, og auk þess hefur það
Villt fyrir, að ættin var rakin um systur. Hvort tveggja
gat stuðlað að því að glepja fyrir skrifara.
Tilgáta þessi hefur þann kost í för með sér, að með
þessu er skýrður skyldleiki Arons við Brand örva, án þess
að gert sé ráð fyrir afkomendum Brands, en fyrir þeim