Saga - 1961, Blaðsíða 65
EFTIR ODD DIDRIKSEN
239
forgöngnmenn málsins væru mjög tvíráðir og óákveðnir
í öllum stjórnarskrárbreytingum.1)
Tryggvi hafði komið fram eins og hann væri í raun og
veru fylgjandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, en áliti,
að enn væri ekki kominn tími til framkvæmdanna. Þegar
svo langt var komið, að alþingi virtist ætla að samþykkja
hina endurskoðuðu stjórnarskrá, þá lagði hann fram rök
gegn því frumvarpi, sem hann hafði sjálfur gefið atkvæði
sitt, þegar það var afgreitt frá neðri deild til efri deildar,
°g lýsti yfir, að hann mundi nú greiða atkvæði gegn því.
Nú kom hanh allt í einu einnig fram sem forvígismaður
þingræðis og lét sem hann snerist gegn frumvarpinu m. a.
af þeim orsökum.
Hugsanlegt er, að Tryggvi Gunnarsson hafi viljað fresta
endurskoðun stjórnarskrárinnar um óákveðinn tíma, af
Í>ví að fyrir honum hafi einmitt vakað að láta þá endur-
skoðun leiða til þingræðis í landinu, en hann hafi álitið, að
Islendingar væru ekki enn undir þingræði og meirihluta-
stjórn búnir, eða að stjórnmálaástandið í Danmörku girti
fyrir, að slíkar stjórnarbætur næðu fram að ganga. En
hvers vegna greiddi hann þá fyrst atkvæði með frumvarpi,
Sem hann var mótsnúinn í svo mikilsvarðandi grundvallar-
atriðum?
í raun og veru hafði Tryggvi Gunnarsson, eins og
Sremilega kemur fram síðar, nauðalítinn áhuga á endur-
skoðun stjórnarskrárinnar. Hin undarlega afstaða hans
alþingi 1885 mun einkum eiga rætur sínar í því, að hon-
Um hafi þótt vafasöm pólitík að taka eindregna afstöðu
Segn þjóðernismáli, sem kjósendur höfðu veitt afdráttar-
ausan stuðning á Þingvallafundi skömmu áður. Hann hef-
Ur e. t. v. vonað, að frumvarpið strandaði í efri deild.
j egar svo var ekki, skarst hann í leikinn og tefldi gegn
umvarpinu þeim röksemdum, sem hann vissi eða áleit
^ndu hafa áhrif, til þess að hindra, að það yrði
l) A1ht- 1886 B, sp. 691 o. áfr.
sam-