Saga - 1961, Blaðsíða 64
238
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
stjórnin] verður að fara frá völdum, þegar hún fær þing-
ið á móti sér“. Nú væru tvær skoðanir ríkjandi á því,
hvernig hægt væri að gera landstjórnina innlendari en hún
hefði verið. önnur skoðunin var grundvöllur undir fram-
komnu frumvarpi, sem miðaði að því að flytja hluta kon-
ungsvaldsins inn í landið. Hin skoðunin hafði komið fram
á Þingvöllum og annars staðar. Samkvæmt henni bar að
auka hina innlendu valdstjórn með því að takmarka synj-
unarvald konungs og efla þingið á þann hátt. Sjálfur
kvaðst hann ekki fylgjandi því að takmarka synjunarvald
konungs, en lýsti yfir, að hann hallaðist „miklu nær því,
að gera þingið sem sterkast, heldur en að hinu, að draga
meira vald í hendur stjórnarinnar, enda þótt að hún sé í
landinu sjálfu“. Samt sem áður hefði hann ekki sett fram
tillögu um breytingar „í gagnstæða átt frv. þessu“, af því
að hann hafði ákveðið að „láta forgöngumenn ráða
eina".1) Samt gaf hann í skyn, hvaða leið hann áliti greið-
asta: Vald landshöfðingjans yrði að auka, og landið átti
að fá sérstakan ráðherra, sem væri óháður danska ríkis-
ráðinu. Auk þess vildi hann auka sjálfstjórn héraðanna,
og hann vildi einnig, sagði hann, „auka“ „þingstjórn“ og
„gera sem kröftugasta", en hann var á móti öllu, sem mið-
aði að því að „auka vald landsstjórnarinnar gagnvart þing-
inu“.2)
Tryggvi Gunnarsson hafði ekki fyrr lagt fram nein
grundvallarrök gegn frumvarpinu. Hann hafði við um-
ræðurnar, á sama hátt og 1881, sagt, að hann væri á móti
því, að endurskoðun stjórnarskrárinnar yrði til lykta leidd
af hálfu þingsins. Árið 1881 hafði hann rökstutt það sjón-
armið sitt með því, að kjósendur yrðu að fá tækifæri til
þess að ræða frumvarpið, áður en það yrði endanlega sam-
þykkt.3) Og 1885 voru rök hans þau, að þjóðarviljinn og
1) Alþt. 1885 B, sp. 1470 o. áfr.
2) Sama, sp. 1473 o. áfr.
3) Sama 1881, bls. 1087 o. áfr.