Saga - 1961, Blaðsíða 149
UPPHAF MOSFELLINGAGOÐORÐS
323
var einn af dóttursonum Ketilbjarnar og ólst upp í tJthlíð
í landnámi hans.
Guðbrandur Vigfússon vildi ekki hugsa sér annað en
Ketilbjörn hefði fengið Helgu konu sinnar í Noregi fyrir
890 og gætu þau þá komið til Islands um aldamót eða ör-
fáum árum síðar, en synir þeirra verið svo vaxnir um 910,
að þeir ættu hlut að hofsmíðinni, sem varpa skyldi Ijóma
á ættina og vera undirstaða goðatignar hennar. Hann tel-
ur því Ketilbjöm jafnaldra Haralds hárfagra, fæddan um
855, og Helgu konu hans miklu eldri en Þuríði systur henn-
ar í Goðdölum; þær geti ekki verið sammæðra, þar sem
börn Þuríðar hafa líklega ekki fæðzt fyrr en í lok land-
námsaldar.
Ketilbjörn átti vetursetu með Þórði skeggja hinn fyrsta
vetur sinn á Islandi. Er annað tveggja, að hann hafi þá
þegar verið tengdur Þórði (Einar Arnórsson: Árnesþing,
118), eða tengdir hafi tekizt með þeim þann vetur. Ólík-
legri er fyrri möguleikinn, því með honum er gert ráð
fyrir því, að Ketilbjörn hafi fengið Helgu úti í Noregi ein-
um til tveim áratugum fyrr en hann kom út og dvaldist að
Skeggjastöðum. Þótt Þórður hafi getað verið með allra
fyrstu landnámsmönnum, er ólíklegt, að hann hafi komið
út fyrr en 880—885. Austur í Lóni hafði hann búið 10 eða
15 ár (Hauksbók), en selt síðan lönd sín Úlfljóti, er lög
færði hingað rétt fyrir 930. Að Skeggjastöðum hefur Þórð-
ur sennilega verið búinn að dvelja a. m. k. 3-4 ár, er Ketil-
björn kom út. Varla hefði frumbýlingur með 1-2 búskap-
arar að baki tekizt á hendur við ónógan húsakost að veita
stórmenni sem Ketilbirni og liði hans veturvist. Er þá
ekki gerlegt að ætla útkomu Ketilbjarnar fyrr en 905—10,
enda er sagt, að landið var víða byggt með sjó, og kæmi
Pað vel heim við árin 910—15.
Hafi svo verið, að Ketilbjörn hafi fengið Helgu í Noregi,
efur hún Verið um fertugt við útkomu sína, fædd 865—
'0, °S Teitur sennilega einna elztur barnanna, fæddur
Uokkru fyrir aldamót. Sonarsonur hennar, Gizur hvíti