Saga - 1961, Blaðsíða 44
218 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Fróði birti „frumskrá Þjóðliðs lslendinga“ óstytta, en þar
segir, að stefnuskrá flokksins sé „frelsisstefna fram-
sóknarmanna, hún er því andstæðingur stefnu íhalds-
manna“. Aðalatriði stefnuskrárinnar var endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Flokkurinn átti að vinna að því, að
alþingi öðlaðist „sem fullkomnast löggjafarvald og fjár-
veitingarvald í öllum landsmálum“, en konungur hefði
einungis frestandi synjunarvald, allir þingmenn yrðu
þjóðkjörnir og stjórnin yrði búsett á íslandi. Flokkurinn
hafði á sér snið bændasamtaka og beindist gegn embættis-
mönnum. Flokksfélagarnir áttu að gefa til kynna, ef þeir
yrðu varir við, að embættismenn vanræktu skyldur sínar
eða brytu lög á mönnum. „Þjóðliðið“ átti þá að skerast í
leikinn og láta setja embættismanninn af, ef það væri
mögulegt. Enn fremur hugðist flokkurinn taka þátt í al-
þingiskosningum og reyna að vinna meiri hluta á al-
þingi.1)
„Þjóðliðið" varð sennilega aldrei annað en héraðssam-
tök,2) en norður í Þingeyjarsýslu hélzt það við í nokkur
ár. Það á að hafa staðið að baki útgáfu blaðsins Norður-
ljósið árin 1886—’89.3) Félagið átti drjúgan þátt í undir-
búningi að endurskoðun stjórnarskrárinnar fyrir alþingi
1885, eins og síðar verður sagt.
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum gerði ýtarlega grein
fyrir kröfum sínum til endurskoðunar stjórnarskrárinnar
í greinaflokki, sem hann birti í Fróða eftir nýár 1885.
Hann aðhylltist ekki tillöguna um jarlinn, sem alþingi
samþykkti 1873, því að hún gerði ráð fyrir persónusam-
bandi, sem Danir féllust varla á, og yrði þar að auki of
dýrt fyrir íslendinga. Hins vegar taldi hann, að nefndar-
álitið frá 1883 gengi of skammt, en vildi, að settar yrðu
á fót tvær ríkisráðsdeildir eins og í Noregi. Landshöfð-
1) FróÖi 16/1 '85.
2) Sbr. M. Jónsson, bls. 68 og Þjóðólf 4/6 ’86.
3) M. Jónsson, bls. 163 o. áfr.