Saga - 1961, Blaðsíða 107
Magnús Már Lárusson:
Um tygilsstyrkinn í íslenzkum heimildum
Elzta heimild um tygilsstyrk, subsidium pallii, hefur
varðveitzt í kópíubók Hinriks Kalteisens erkibiskups í
Niðarósi, sem gefin var út af Alexander Bugge 1899.
Heimild sú virðist til þessa hafa verið lítt kunn hér á landi.
Er hún skuldbindingarbréf Magnúsar biskups Gizurar-
sonar í Skálholti, sem ritað var í Niðarósi 8. maí 1232.x)
1 bréfi þessu lofar Magnús biskup fyrir sig og eftirmenn
sína á stólnum að greiða helming eins fjórðungs tíundar-
innar í styrk til vígslufarar erkibiskupsefnis og útlausnar
tignarmerkis hans, erkibiskupstygilsins. Þá er sýnilega
miðað við fjórðung biskupstíundar, eins og hann fellur
jafnan til á einu ári. Upphæð sú er metin til 2.400 álna
radiati panni, röndótts þ. e. rends vaðmáls, sem á þjóð-
tungunni, vulgari nostro, nefnist mórent eða grárent, sem
er nýtt orðabókaratriði. Af bréfinu er enn fremur ljóst,
að þetta gjald er engin nýung. Það skal þó tekið fram, að
það er fyrst 1215 á Lateranþinginu, sem erkibiskupsefni
eru skylduð til að sækja tygilinn sjálf.
Fimm álnir mórends vaðmáls eru ígildi eins sex álna
eyris fyrir 1294, DI i 165, ii 168, 286. Upphæðin er þá
2.880 álnir í vanalegum lögeyri eða 24 hundruð á lands-
vísu. Sennilega er upphæð þessi hugsuð sem útlausn á
silfri. Varðveitzt hafa 2 önnur fornbréf í kópíubókinni.
Eru þau skuldbindingarbréf biskups og kapitula í Staf-
angri 1233 og 1237 um greiðslu á tygilstyrknum. Er þar
lofað að greiða 30 merkur silfurs puri — et examinati et
Vonderati, hreins — og virts og vegins. Þetta silfur mundi
nefnast brennt hér á landi.