Saga - 1961, Blaðsíða 58
232
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
yfirréttardómarar sitja í landsdóminum,1) en við það
missti hann samt ekki hið pólitíska eðli sitt.
1 félagi við sömu þingmenn lagði Jón Ólafsson fram
aðra breytingartillögu, sem hljóðaði á þennan hátt: „Eng-
in gjöld til landssjóðs, hvorki bein né óbein, má innheimta
fyrr en fjárlög fyrir það ár eru gefin af alþingi og stað-
fest.“ 2) Með öðrum orðum hafði þessi tillaga að geyma
bann við því, að ríkisstjórnin gæfi út bráðabirgðafjárlög.
Jón ólafsson vildi tryggja það, að gangur málanna yrði
ekki sá sami og í Danmörku. Þar hagnýtti Estrup-stjórn-
in sér heimild stjórnarskrárinnar til útgáfu bráðabirgða-
laga út í yztu æsar og lét hana einnig ná til fjárlaganna.
Þegar Benedikt Sveinsson lét í ljós, að hann hefði út af
fyrir sig ekkert við breytingartillöguna að athuga, spurði
landshöfðinginn hann, hvernig hann hugsaði sér, að
ástandið yrði, ef þingið neitaði að afgreiða fjárlög.3) Svar
Benedikts var á þá leið, að það væri varla hugsan-
legt, og slíkt atferli af hálfu þingsins væri brot á stjórnar-
skránni, og því gæti ríkisstjórnin svarað með sérstökum
ráðstöfunum á þeim forsendum að nauðsyn brýtur lög. Að
öðru leyti benti hann á, að ákvæði stjórnarskrárinnar um
fundi í sameinuðu alþingi miðuðu m. a. að því að hindra
að fjárlög yrðu ekki afgreidd.4) Jón ólafsson lét orð falla
í svipaða átt um þetta efni: Slíkt atferli af þingsins hálfu
nálgaðist byltingu og leysti ríkisstjórnina undan þeirri
skyldu að hlíta ákvæðum stjórnarskrárinnar. En setjum
svo, að konungur neiti um staðfestingu, hélt hann áfram,
hvað mundi þá gerast? Samkvæmt breytingartillögunni
yrði hann annaðhvort að staðfesta fjárlögin eða brjóta
stjórnarskrána, en eins og greinin hljóðaði gat konungur
gefið út bráðabirgðafjárlög, um það bil þegar honum sýnd-
ist. Það væri „stjórnarbylting að ofan“, og „gegn stjórnar-
1) Alþt. 1885 C, bls. 293; B, sp. 873.
2) Sama C, bls. 235.
3) Sama B, sp. 544 og 545.
4) Sama, sp. 546.