Saga - 1961, Blaðsíða 109
UM TYGILSSTYRK í ÍSL. HEIMILDUM
283
reynd, að síðar á miðöldum eða 1427 eru hálfar biskups-
tekjur Skálholtsstóls metnar 60 flórínur gulls. En hálfar
tekjur Hólastóls og Stafangurs eru metnar hvorar um sig
250 flórínur gulls. Stafangursstóll er búinn að fá þetta
mat þegar 1351, en heimildin um Hólastól er frá 1426.2)
Er gjald þetta tekjur páfastóls af embættisveitingu stól-
anna og miðað við hálfar stólstekjur eitt ár, annata eða
annuale eða fructus primi anni.
Munurinn á gjaldi af Hólastóli og Skálholts er geysi-
legur. Beinast liggur við að skýra hann út frá því, að gjald
Skálholtsbiskups er byggt á mati því, sem til grundvallar
liggur bréfi Magnúsar biskups, og þá byggt á þeirri hugs-
anlegu greiðsluvenju, sem þar kemur fram samkvæmt
framansögðu.
I reikningum innheimtumanna páfastóls á Norðurlönd-
um kemur skýrt fram, að árið 1327 er svo reiknað í Björg-
vin, að 1 flórína gulls er jöfn 1 mörk parve monete nori-
cane, en sú mörk er talin þar Vá merkur silfurs, og er þá
um brennt silfur að ræða, sem sést á því, að eyrir gulls er
þá í Niðarósi talinn 4 merkur parve monete, sem er aðeins
minna (1:3,2). í Hamri er reiknað 1:3, en í Osló og Staf-
angri 1:4, milli silfurs og gangsilfurs.3)
Hér kemur fram, að 60 flórínur samsvara 60 mörkum
g'angsilfurs eða 20 mörkum brenndum. Þannig er þá full-
komin samsvörun í afgjaldi Hólastóls. Hins vegar hefur
afgjald Stafangurs- og Hólastóla hækkað, sennilegast
vegna yfirboðs í embættin eða þá vegna annars greiðslu-
fyrirkomulags, sem leiðir til hækkunar.
Nú má á það benda, að með því að leggja gullverð Jóns-
bókar til grundvallar, eyrir gulls = 360 álnir, þá er út-
lausn 60 flórína gulls 5.400 álnir miðað við heimildina frá
Niðarósi. Útreiðslan hefur þá hækkað miðað við vaðmál
úr 2.880 í 5.400 álnir eða í 187,5% miðað við þá fram-
leiðslu, sem þarf til að afla gullsins. Þetta merkir einfald-
lega það, að íslenzk vaðmál eru ekki samkeppnisfær við
ensku og flæmsku klæðin, sem þegar um 1300 eru orðin