Saga - 1961, Blaðsíða 160
334
BJÖRN SIGFÚSSON
sem einni milljón, eins og loftkastalamenn þátíðar tæptu
á. Arnljóti er það fásinna að viðurkenna nokkurt hámark,
því uppspretta auðsins sé vinnan og hver þjóð, sem nái og
haldi nægum vinnuafköstum á hvern íbúa, geti stækkað
takmarkanalítið, enda játar hann ekki, „að landið sé mið-
ur úr garði gjört en önnur lönd né landsmenn ver að sér
gjörvir en aðrar þjóðir“. Þótt Amljótur prestur kæmi
fram sem nýr hagfræðingur, neytti m. a. röksemda frá
Adam Smith, hvíldi málsfærsla hans og Jóns Sigurðssonar
á bjargfastri eldri trú, að landgæðin ásamt landrými væru
sá hornsteinn sjálfstæðis, sem ekki mundi hrapa.
Landið var ófrjálst. Enn ófrjálsara og þinghalldslaust
hafði það verið 19 árum fyrr, þegar Jónas Hallgrvmsson
kvað til Páls Gaimard 1839 eftir rannsóknarför um Is-
land: „Þú stóðst á tindi Heklu hám / og horfðir yfir . . ■“
Jónas leggur áherzlu á mynd auðra Þingvalla og vídd
brunageimsins, yndi víðrar sléttu og hárra hlíða, æðandi
fossa og frölsið í bældri þjóðinni; „þótti þér ekki ísland
þá / yfirbragðsmikið til að sjá?“ — Og á þingstað við
breiðan brunageim,
nú er þar þrotin þyrping tjalda,
þögult og dapurt hraunið kalda.
Þótti þér ekki ísland þá,
Alþingi svipt, með hrellda brá?
Við vitum glöggt, að anntu oklcur,
frakkneskur maður, frjálsri þjóð,
því andinn lifir æ hinn sami,
þótt afl og þroska nauðir lami.
Var það ekki djarft að krefja einmitt frakkneskan vís-
indamann þama viðurkenningar á því, að lýður, sem ekki
fyl'lti enn 57 þúsund og var bágstödd nýlenda í veldi Dana-
konungs og átti í 700 manna Reykjavík varla nýtilega
bjargráðahugsun nema á dönsku máli, hefði rétt til að