Saga - 1961, Blaðsíða 49
EFTIR ODD DIDRIKSEN
223
komu 32 kjörnir fulltrúar úr flestum sýslum landsins1)
og á annað hundrað fundargesta, og þeirra á meðal voru
nokkrir alþingismenn. Allir fundarmenn höfðu rétt til
þess að taka þátt í umræðum, en aðeins hinir kjörnu voru
atkvæðisbærir. „Þjóðlið Islendinga“ átti frumkvæði að
þessum fundi, og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum var hinn
opinberi fundarboðandi. „Þjóðliðið" kaus sjálft tvo full-
trúa, og voru þeir viðurkenndir á fundinum auk tveggja
reglulegra fulltrúa Þingeyjarsýslu, en við það urðu áhrif
þess héraðs mjög rík. Fundinum var aðallega ætlað að
leiða í ljós vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu, og for-
vígismennirnir hafa eflaust vonað, að samþykkt fundar-
ins yrði til þess að stappa stáli í deiga alþingismenn, sem
kviðu nýju stríði við dönsku stjórnina. Eftir að kjörnir
menn höfðu skilað áliti í málinu, urðu lokaumræður um
það síðla kvölds sama dags. Aðalumræðurnar spunnust um
tillögu um frestandi synjunarvald, og kom hún fram á
kvöldfundinum, en var ekki í álitsgerð þeirri, sem um var
fjallað. Af rökræðunum segja heimildir þau ein tíðindi,
að nokkrir þingmenn hafi tekið þátt í þeim, og var Jón
Ölafsson fremstur í flokki þeirra, sem fylgdu frestandi
synjunarvaldi, en Benedikt Sveinsson var á móti. I álykt-
uninni, sem var samþykkt, var alþingi hvatt til þess að
láta endurskoðun stjórnarskrárinnar sitja í fyrirrúmi
1) M. Jónsson (bls. 68) telur, að kjörnir fulltrúar hafi verið 36,
B. Þórðarson (bls. 25) að þeir hafi verið rúmlega 30. Þjóðólfur
4/7 ’85 segir einungis „rúmir 30“, en nefnir þar að auki tölur frá
tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum, og ísafold 1/7 ’85 greinir
tölur frá annarri atkvæðagreiðslunni: 20 á móti 11. Það hlutfall
Uefnir Þjóðólfur einnig, og segir blaðið, að atkvæði hafi fallið á
sama hátt við báðar atkvæðagreiðslurnar. ísafold nafngreinir auk
tess þá, sem atkvæði greiddu, og getur þess ekki, að neinn hafi setið
hiá. í Fréttum frá íslandi 1885 (bls. 3 o. áfr.) segir, að 36 fulltrúar
hafi verið kjörnir til fundarins, en aðeins 32 hafi sótt hann, og er
sá tala sennilega rétt. Forsetar alþingis höfðu ekki atkvæðisrétt um
ílær mundir, og á sama hátt hefur fundarstjórinn á Þingvöllum
sennilega ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum.