Saga - 1961, Blaðsíða 110
284
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
að skipulegri iðnaðarframleiðslu. Vaðmálin hækka ekki
lengur með hinu almenna vöruverði, og verður að koma
fram með hagstæðari útflutningsvöru í staðinn. Hérlendis
er þá sjálfsagt að framleiða skreið til útflutnings í soðið
handa hinum vaxandi borgum Norður-Evrópu, enda ekki
um aðra gjaldeyrisvöru samkeppnisfæra á erlendum mark-
aði að ræða.
Samkvæmt framansögðu má telja nokkrar líkur til þess,
að tíundarstuðullinn í heild í Skálholtsstifti hafi verið
13.824.000 álnir eða 2.304.000 sex álna aurar, þ. e. 115.200
hundruð.
Ofangreind tilgáta um útreiðslu Magnúsar biskups á
tygilsstyrk og um tíundarstuðul í Skálholtsbiskupsdæmi
á dögum hans fær verulegan styrk af Árna sögu biskups,
72. kap. (Bps. I 465, 1948), þar sem stendur:
„Váru þá tíundir nær tvau hundruð hundraða ok fjórir
tigir hundraða, en landleigur hundrað hundraða."
Eru þessar tölur niðurstöður Jörundar biskups 1289,
er hann aktaði eftir um eignir Skálholtsstaðar og komst
að raun um, að minni væri þurrður á en honum hefði flutt
verið og hann kvaðst hugað hafa.
Tíundarstuðullinn var þá nær 280 X 120 X 4 X 100
= 13.440.000 álnir.
Landleigur voru þá nær 120 X 120 = 14.400 álna; sé
gert ráð fyrir 10% leigu, var jarðastóllinn þá nær 144.000
álnir eða nær sextíu 20 hundraða jarðir.
Framangreint bréf Magnúsar biskups er þá mun þýð-
ingarmeiri heimild en ýmislegt annað. Hún sýnir, að þeg-
ar á síðustu árum goðakirkj unnar er hið almenna gjalda-
fyrirkomulag hinnar almennu kirkju liður í rekstri ís-
lenzku kirkjunnar, og hún veitir mikilsvarðandi upplýs-
ingu um fjárhagi um 1200.
Séu aðrar kunnar heimildir raktar í tímaröð, kemur
þetta fram um tygilsstyrkinn, sem nú skal greint.
Frá 1255 er til staðfesting Alexanders páfa IV. á álykt-
un lýðbiskupa erkibiskups í Niðarósi, að þeir greiði af