Saga - 1961, Blaðsíða 162
336
BJÖRN SIGFÚSSON
riti frá 1861, en er í staðinn orðinn stórvinsæll söngvari
í glöðum leikhússýningum.
Annar þáttur veiklaðra sjálfstæðisröksemda kemur í
hug, þegar Halldór Guðmundsson reynist hafa misreiknað
byggðir 41% lands í stað fjórðungs þess eða fimmtungs
eða tíundaparts, sem menn treysta enn, að haldið verði 1
byggð. Hagfræði Arnljóts, að iðna og atvinnudjarfa þjóð
muni aldrei skorta vaxtarrými og auðsvon í landi sínu, er
að vísu ekki röng fræði, en margar athugagreinir þarf þar
við í heimi nútíðarsamkeppninnar.
Þriðji röksemdahópurinn gerði m. a. skýrlega vart við
sig hjá Fjölnismanninum Jónasi í kvæðinu 1839 og var
stundum orðaður á þá leið, að hér skorti hvorugt þeirra
meginauðkenna, sem treysta verði á til sannindamerkis
um, að þjóðarandi geti ekki dáið: ævafornt Alþingi, sem
geti aldrei hætt að vera löggjafar- og réttarsymból full-
veldis, og ósigrandi meðvitund í þjóðinni um frelsi sitt
þrátt fyrir hlekki. tír hlekkjunum sjóða má sverð.
Nú er ekki með sverðunum sótt til frelsis né hlekkir
taldir svo óseyrður málmur, að þar sé efni í vopnin. I hópi
þessara líkinga og röksemda læðast að manni efasemdir
um, hvort Islendingar verði eins sigurstranglegir í þjóð-
legri baráttu framvegis og þeir reyndust á fyrri öld.
Þess vegna er nauðsyn, þrátt fyrir eðlilegt gengisfall
stærðarhugmynda frá 1858 um mikilfenglegt ísland, að
gera forna mynt gjaldgenga á ný að því leyti, sem málm-
ur hennar dugir. Þá mætti togna úr hagfræði Arnljóts á
þann veg, að með komandi þekkingu verði unnt að stækka
nytjar Islands eftir hverrar aldar þörfum og sízt örðugra
eftir að mannfjöldi þess sé kominn langt yfir hámörk,
sem hann tilgreindi 1858.
Hálendisbændur frá 1858.
1 andstöðu við frægan bækling í uppvaxtamæringu
minnar kynslóðar: ísland að blása upp (eftir sr. Jón